-(..)-

Þessi bloggsíða er mjög líkleg til að hækka greindarvísitölu þína

miðvikudagur, ágúst 31, 2005

thu ert freknufes!

Aetladi bara ad benda folki a ad thad er yfir 30stiga hiti i nafla alheimsins. Thad er ekki farandi ut fyrir hussins dyr nema klaeddur hvitum kufli, med solgleraugu og hatt og eftir fimm minutur af sol er komin brunalykt af hudinni a manni, thad er ad segja ef madur er ekki klaeddur i hvitan kufl.

Eg tharf tho ekki ad hafa ahyggjur af solstingsuppkostum i thetta skiptid tvi eg er laest inni i loftkaeldu herbergi fra 8-5 med gardinurnar nidri og vatnsvelina vid hlidina a mer. Naestum tvi thad eina sem eg tharf ad gera a thessu eftirmiddegi er ad melta hadegismatinn og passa mig a ad sofna ekki svo eg gleymi ekki ad fara heim ur vinnu a rettum tima.

Eg hef aldrei verid i vinnu thar sem jafn litils er krafist af mer. Eg bara ER herna!

laugardagur, ágúst 27, 2005

Þytur í laufi þ.e.a.s. wind in the willows
Laugardagurinn var góður dagur.
Eftir laugardagsóun síðustu helgi vildi ég ekki að endurtaka sama leik og ákvað að fara í skógarferð sem mig hafði lengi dreymt um.
Um 11 leytið laugardagsmorgun stigum við Alex af lestarpallinum í norð-norð-aust-aust-norður London og héldum inní Epping-skóg vopnuð áttavita, korti og dúkahníf.

Að sjálfsögðu bönnuðum við sjálfum okkur að labba á göngustígum og þurftum því oft að berjast í gegnum þyrnirunna, skríða undir lágar trjákrónur eða klöngrast yfir fallnar risaeikur.

Í nestispásu númer tvö sofnaði ég á láréttum trjábol (á óskiljanlegan hátt tókst mér að halda jafnvægi í svefni!) og eftir á íhuguðum við Alex möguleikann á að sofa í skóginum þá nóttina en sökum ónægs matar og skorti á vatnsheldum klæðnaði var því frestað um ókominn tíma. Ég týndi samt um hálft kíló af svartberjum (hvað sem þau nú heita á íslensku) og ylliberjum sem ég hyggst nota í bakstur eða út á jógúrt.
Ég var mjög forvitin að vita hvernig brenninetlur brenndu mann og brenndi mig viljandi á annari hendi..og svo auðvitað oft óvart.

Ég tálgaði mér mini-spjót með dúkahnífnum en sá ekkert til að veiða og grýtti því í átt að Alex í staðinn og ótálgaði endinn lenti laust í úlpubakið á honum. Slappt spjót. Svo fann ég nokkrum sinnum á leiðinni ég afbragðs tré-göngustafi til að styðja mig sem ég skildi undantekningalaust óvart á eftir í hvert sinn sem ég stoppaði og lagði þá frá mér.

Við löbbuðum inn fyrir girðingu nokkurra risavaxna langhyrndra kúa sem vildu annaðhvort hnusa af okkur eða kúka sínum 12 kílóa lortum í friði. Þaðan sluppum við ósködduð enda skildu þær sennilega að þær væru brjóstmæður okkar mannanna og spendýr eru nú oftast blíð við fóstur-afkvæmi sín.

Allavega yfirgáfum við ekki skóginn fyrr en um áttaleytið, örþreytt, aurug upp að hnjám, berjablá á höndum og við munn, rispuð, tætt og með brenninetlusviða, skordýrafjölskyldu í hárinu, og þakin allskonar fræjum sem höfðu límst við okkur, með hælsæri og hnjáverki en allavega alsæl með daginn og lífið.

föstudagur, ágúst 26, 2005

Utvarp Orbylgja

Aetla ad vera med utvarpsthatt a islensku i dag. Hann verdur um sloppur og mys (mat). Sendi ut a orbylgjunni, allir ad stilla a "defrost" a orbylgjuofnunum sinum milli klukkan 3-4 i dag.

Annars a eg i samningavidraedum vid sjalfa mig um ad ferdast til Islands i Oktober. Thad ferdalag myndi tha ad sjalfsogdu vera i bodi yfirdrattarheimildar Islandsbanka. Buist er vid nidurstodu um midjan September.

sunnudagur, ágúst 21, 2005

Meiriháttar líkamlegir kækir

Ekki svo langt síðan ég hafði líkamlega þörf til að taka handahlaup upp úr þurru.. og að sama skapi gat ég ekki labbað framhjá útstæðum hurðakarmi eða þverstöng í sömu hæð án þess að girnast það að hanga og sveifla mér. Svo á öðru tímabili þurfti ég alltaf að hoppa hæð mína og slá lófanum í loftið eða allavega reyna það. (það eru vitni að þessum ósköpum) Samt var ég eldri en tvítug..
Núna sveifla ég hárinu mínu (sem er í ferlega asnalegri sídd) alltaf hratt til vinstri en reyni að gera það þegar ég held að enginn sé að horfa, því mig grunar að við það líti ég út eins og ég sé með tourette heilkenni. Og ef ég labba fram hjá vegg sem er örlítið láréttari en 90gráðu lóðréttur finn ég mig knúna til að hlaupa uppá hann svona í boga, allavega nokkur skref.

Svo má líka alltaf lesa það úr andlitinu á mér hvers konar samtöl ég á við ímyndað fólk í huganum en ég verð oftast sjálf meðvituð um það þegar ég byrja að hreyfa varir og yggla brúnir og æfa svör við löngu liðnum aðstæðum.

Svo dettur mér í hug einhver setning út í bláinn og mér finnst ég fyndnust og mesti snillingur í heiminum og ég slæ mér á lær og stappa niður annarri löppinni af sjálfshrifningu. Svo læt ég þá setningu flakka við nálæga einstaklinga sem horfa á mig ráðvilltir og svara mér eins og ég hafi sagt eitthvað allt annað t.d. "-já einmitt, leiðinleg rigning.."

svo varð ég vitni að þessu fyndna samtali milli tveggja kvenna á skrifstofunni (þær töluðu mjög hratt og hvellt) :
"Hi how are you?"
-"Good, and you?"
"Good"
-"Good!"
svo sögðu þær í kór:
"GOOD"
og strunsuðu í sitthvora áttina

laugardagur, ágúst 20, 2005

this day has been glated

Meðan þið drekkið frá ykkur vit og rænu í nafni menningarinnar hef ég, á þessum dýrðlega og verðmæta frídegi mínum, hangið inni við að láta mér leiðast.
Dagurinn réðst af morgninum.
Ég vaknaði kl 8 af sjálfsdáðum og sólin skein og ég sá fyrir mér viðburðarríkan og skemmtilegan dag. Samt freistaðist ég til að lúlla aðeins lengur og þegar ég vaknaði svo úldin og fúl, hafði dregið fyrir sólu. Þá nennti ég engan veginn framúr og tafði það að fara á lappir þar til mig hafði dreymt tuttugu drauma.

Svo tók við kaffidrykkja og sítenging við internetið og ps. ég tjékkaði á tölvupóstinum mínum sex sinnum, bankastöðunni tvisvar, kommentakerfinu á blogginu átta sinnum, hinu veffanginu einu sinni, mbl.is fjórum sinnum og fleira í þeim dúr.
Svo drullaði ég mér útí búð að kaupa í matinn og hafði ekki hugarflug í neitt og keypti bara mjólk.
Æi ég er búin að vera hálf "pathetic" í dag. Ekki samt sýna mér vorkunn, ég á það engan veginn skilið.

En kvöldið er ennþá ungt og þarf ekki að fara til spillis. Ég er klædd í lopapeysu og á brennivín í frystinum..

Skál Menning

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

lombin thagna(rosa dramatiskur bloggtitill)

Solin skin og madur er nu bara nokkud fridsaell, serstaklega i ljosi thess ad eg let 10.000 kronur af hendi rakna i gin djofulsins (visa) og keypti mer thannig stundarfrid.
Lifid er einfalt her a bae og helsta ahyggjuefnid fyrir utan blankheit er hvernig madur eigi ad eyda fritima sinum. Hver klukkutimi eyddur vid teiknimyndalestur/ skaldsogulestur/naglaklippingu/heimilismyndarlegheit er graeddur en ekki glatadur en annad ma segja um megnid af theim tima sem madur eydir stjarfur tengdur veraldarvefnum.

Tho allt se nu svona i saemilega fostum skordum og lifid planad allavega ut september er madur alltaf ad velta ser upp ur ymsu sem maetti batna, baedi i heiminum og vid sjalfan sig.

Eins og til daemis hvernig get eg, kjotaetan, elskad dyr og synt kisuomyndinni hennar mommu skilyrdislausa ast og samt smjattad a holdi annara dyra og klaedst theim flanum. Eg veit ad nu hugsa mamma og pabbi "o nei ekki hun lika" og asaka sennilega alex um ad hafa smitad mig af thessari hraedilegu "graenmetisaetu-veiru" sem a islandi jafngildir daudadomi thar sem ekki er haegt ad bjoda slikri manneskju i mat thar sem hun myndi einungis eta kartoflur og majones-hrasalat.
-Mamma og pabbi, ekki orvaenta, eg er enn kjotaetumegin en tharf ad hafa fyrir tvi ad lita framhja stadreyndinni ad thetta voru einu sinni kruttleg dyr.

Sjalf tholi eg ekki gegnsaejar graenmetisaetur og adallega vegna thess ad matvendni fer i taugarnar a mer. En hvar stendur madur eiginlega tha?

föstudagur, ágúst 12, 2005

leidinda-daudi

va madur, thessi gaur sem eg er ad vinna med er alveg drep.
fyrstu samraedur okkar fra tvi eg byrjadi voru i fyrradag og tha fekk eg hann til ad tala um hljomsveitina sina.. sem endadi med tvi ad hann leyfdi mer ad hlusta a diskinn sinn sem hann hafdi a ser "ut af hreinni tilviljun". Svo ytti hann a play og um leid og musikin byrjadi sagdi eg "fokk madur" i huganum. Eg kyngdi munnvatni og hitnadi i framan og vard gedveikt stressud tvi thetta var mega hraedilegt idnadarrokk. Svo komu kaflar thar sem eg vissi ekki hvort um djok vaeri ad raeda og eg sagdi naestum: "ha ha thett' er ge'vegt fynndid". En thetta var daudans alvara.
Eftir 3 log hafdi hvorugt okkar sagt ord og eg stod upp og stoppadi taekid. Eg vard ad vera snogg ad velja eitthvad af thessum kommentum sem hofdu skotist i kollinn a mer medan aheyrnin stod yfir og valdi thad meinlausasta. Eg sagdi: " Thetta er allt i lagi en kannski ekki minn bolli af tei". Svo sagdi eg nokkud sem eg hefdi getad sleppt, en eg minntist a ad thad vaeru til oendanlegir moguleikar vid ad bua til tonlist en samt vaeru bond svo oft ad skorda sig vid somu hljodfaeraskipan, somu taktnotkun, utreiknanlegan hrynjanda, somu lengd, sama textainnihald o.s.frv. ...og thannig hefdi eg lengi getad haldid afram en vard ad halda mig a mottunni.
Eg held hann hati mig nuna og finnist eg vera 3. flokks utlendingakvikindi.
Hann hefur ekki talad mikid vid mig sidan. Svarar tvi sem hann er spurdur og ekki ord meira.
En eg reyni ad lata thad ekki fara i taugarnar a mer, les bara dagblod og thegi lika.

-En, ad allt odru. Islendingurinn hann Thorgeir, thessi elska, fann ibud i gaer fyrir fjolskylduna. Tvilikt skilvirkur og duglegur strakur. Nu er thad bara countdown i Helenu og krakkana en thau lenda i london a manudaginn.
Jibby
buid.

mánudagur, ágúst 08, 2005

knus i krus!


Hér í London eru bjartir tímar framundan því hún Helena vinkona flytur í borgina eftir u.þ.b. viku. Maðurinn hennar, Íslendingurinn Þorgeir, kom síðastliðinn miðvikudag til landsins og gistir hjá okkur í góðum félagskap rykmaura og annara kvikinda meðan hann glímir við hið strembna verkefni að finna bæði húsnæði fyrir þau og grunnskóla fyrir krakkana auk þess að læra á samgöngukerfið og átta sig á hvernig eigi nú að bera sig að þessu öllu saman.
-Á meðan kem ég heim úr vinnu rétt fyrir sjö, úrvinda af þreytu og get ekki beinlínis sagt að það skíni af mér lífskrafturinn og almennilegheitin, tauta bara eitthvað bull útí bláinn og segi fátt af viti sem gæti komið honum til aðstoðar í þessari erfiðu leit.

Í vinnunni eyði ég deginum með strákgrísling sem er jafngamall og ég en nennir ekki að tala við mig. Hann hangir bara á internetinu öllum mögulegum stundum. Hann er sko í hljómsveit og glamrar melódískt rokk að eigin sögn. Hann mætir í vinnuna í leðurjakka og tuskulegum gallabuxum og hendir sér í skyrtu og bindi á staðnum.
Svo er maður neyddur til að hlusta á sömu útvarpstöðina dag eftir dag sem er búin að spila NÁKVÆMLEGA sama lagaprógrammið síðan ég byrjaði fyrir akkúrat viku. Ég er farin að syngja með ólíklegustu lögum um ástina og fegurðina og þarf stanslaust að bíta mig í tunguna eða kýla mig í magann til að minna mig á hver ég er.

Á vinnustaðnum drekk ég nescafé og yfirleitt of mikið af því svo ég verð hálf rugluð af kaffidrykkju (gerist stundum) og byrja að flýta mér rosa mikið, geri allt í vitlausri röð og stórir hlutir eins og borð og skápar fara að þvælast fyrir mér.
Ég er samt ekki frá því að ég er búin að vera eitthvað svo skoppandi hamingjusöm annað slagið í vikunni, það er kannski bara sólin eða nescafé-geðveikin eða útvarps-heilaþvotturinn??