-(..)-

Þessi bloggsíða er mjög líkleg til að hækka greindarvísitölu þína

föstudagur, febrúar 24, 2006

umkringd vanvitum 40 klst vikunnar

Gærdagurinn var merkilegur dagur.

Eftir margra vikna uppsafnaða gremju út í vinnustaðinn minn gerði ég loksins eitthvað í málunum.

Þannig er mál með vexti að venjulega er ég að leysa af í hinum og þessum fyrirtækjum, oftast í eina til tvær vikur í senn, en á þessum vinnustað, lögfræðingastofu í fjármálahelvíti Lundúnarborgar er ég búin að stoppa síðan í desember. Ýmislegt hefur farið í taugarnar á mér en ég hef ekki nennt að tjá mig um það þar sem ég hélt ég væri hvort eð er að fara á nýjan stað fljótlega.

Flestir af þeim sem unnu í minni deild voru algjör úrhrök samfélagsins. Með heilastarfsemi á við amöbur(!) og athyglis-svið á við gullfiska sem þýddi að umræðurnar urðu oft kostulegar. Þeir höfðu einstaklega slappan orðaforða og það að reyna að vera kaldhæðinn þegar maður leiðrétti augljósar staðreyndavillur þeirra þýddi ekki, þar sem það tók þá nokkrar mínútur að fatta djókið. (einn gaurinn talaði t.d. um að "hárin" á kjúklingum KFC væru varla til staðar...ehemm.., ég leiðrétti hann þrisvar og hann endurtók; "já engin hár maður, oj!")

Einu umræðuefnin voru Fótbolti og Kvenfólk. Þeir rifust um fótbolta, ekki bara leikinn sjálfan heldur einnig þeirra túlkun á einkamálaslúðrinu í kringum leikmennina. Það frábærasta sem ég man í augnablikinu var þegar þeir rifust um að karlmenn væru líka tilfinningaverur, "karlmenn geta líka grátið", og nokkrir með sögur af "vinum" þeirra sem grétu fyrir framan þá og sumum fannst að ALVÖRU karlmenn ættu að halda tilfinningunum útaf fyrir sjálfan sig. Það fyndna í þeirri umræðu að hún var spunnin í kringum eitthvað fótboltaatvik sem ég kann engin deili á, loksins þegar þeir tala um jafn bitastæða hluti og hið flókna tilfinningalíf manneskjunnar þá þarf það auðvitað að snúast um fótbolta.

Svo þurftu þeir "náttúrulega" að öskra í sífellu nöfn liðanna sinna og leikmanna. Ég get ekki ímyndað mér neitt heimskulegra. Einhverju sinni þegar þessi skurðgoðadýrkun gekk gjörsamlega fram af mér öskraði ég: " VANISTELROYYYY, Ú-Ú-Ú- A-A-A" og lét fylgja górilluhljóð um leið og ég klóraði mér í handarkrikunum. Þeir fóru pínu hjá sér.

Þó þeir hafi kannski ekki verið svo slæmir hver í sínu lagi magnaðist heimskan og vitleysan upp þegar þeir komu saman.

Þeir báru ekki beinlínis mikla virðingu fyrir kvenfólki en dirfðust allajafna ekki að vera dónalegir við mig. Þeir spángóluðu yfir hvíthærðum brjóstabombum í rusldagblöðum og komu með lýsingar um hvernig þeir bráðnuðu þegar einhver ilmvatnsjúki einkaritarinn yrti á þá. Þeir sögðu sögur af klámmyndum og skoðuðu rassa og pjölluvídjó í gemsum hvors annars.

Hin stelpan sem vann með mér, lágvaxinn og íturvaxinn snót, svört með brúna hárkollu varð endalaust fyrir barðinu á sveittum lúkum þeirra (körlum af ÖLLUM aldri, giftum sem ógiftum). Klíp í mitti og rass og óvænt faðmlög sem hún skammaði þá fyrir með því að þykjast lemja þá.
Einn gaurinn reyndi reglulega að vera æðislega sniðugur við mig og var alltaf að pota í handlegginn á mér eða háls eða eyra..."fokking láttu mig í friði helvítis smábarnið þitt" sagði ég.

Þetta allt saman var bara eitthvað svo innilega pathetic.

Ég er ekkert búin að skrifa hvernig var að vinna með þessum kvikindum en ég hef ekki kynnst annarri eins húðleti og vinnuflótta eins og þar. Sömu einstaklingar komust alltaf undan vinnu og voru snillingar í að fela sig sem þýddi að hinir samviskusömu þurftu að gera helmingi meira.

Í gær fór ég á fund við yfirmann minn og taldi upp flest það sem fór í taugarnar á mér og sagðist ætla að hætta strax, ég kærði mig ekki um að vinna á svona stað. Honum brá, sagðist ekki hafa hugmynd um að ástandið væri svona slæmt og baðst afsökunar, samsinnti mér og endurtók í sífellu "þetta er algjörlega óviðunandi" þegar ég útlisti hegðun vinnufélaganna. Ég nafngreindi engan í þessum upptalningum. Ég var búin á því, sprungin, meikaði ekki klukkutíma í viðbót af þessu kjaftæði.

Ég tæmdi skápinn minn, sagði ekki bless við neinn og tók strætó heim. Ég fer aldrei þangað aftur.

sunnudagur, febrúar 19, 2006

oprah syngur europopp á sunnudegi



Ég elska sunnudaga.

Sérstaklega ef ég heng inni við og er ein heima. Þá getur maður gert allt nákvæmlega eftir eigin hentisemi.

Í morgun áður en ég fór á lappir dreif ég mig í að klára bók svo ég gæti hafist handa á þeirri næstu, en í jóla og afmælisgjöf hlotnuðust mér um 10 bækur sem bíða misþolinmóðar eftir lesningu. Ég skellti mér í freyðibað og byrjaði á einni sem hefur meðmæla-tilvitnun frá Opruh Winfrey á kápunni. Það er EINI textinn á bakhliðinni. Ég hef mínar efasemdir. Sú staðreynd að bók sem sjónvarps-ofur-stjarna mælir með finnst mér ekki sérlega góður stimpill á lesefni. Bókin var nú samt gefin af einlægni og því mun ég lesa hana samviskusamlega.

Ég borðaði góðan morgunmat, drakk kaffi með nýmjólk og hraðspólaði yfir júróvisjónkeppnina á rúv.is og hlustaði sperrt á brot af öllu. Ég beið þar spennt eftir að tökuvélin myndi klessa á einhvern óheppinn þátttakandann á þessu stimamjúka flugi sínu yfir sviðinu. Það gerðist þó ekki í þeim bútum sem ég sá.

Sum atriðin neyddu mig til að flissa upphátt og ég skildi ekki raunveruleikann sem sumir höfundar og flytjendur bjuggu í, því mér fannst ekkert vera í takt við eigið gæðamat, þá á ég ekki við að lögin hentuðu ekki mínum smekk, heldur því sem ég myndi telja að þyki gæði fyrir júróvisjónhæfa popptónlist árið 2006.

-Semsagt hálf gamaldags. Sennilega er keppnin alltaf gamaldags, en mörg lögin hefðu alveg eins getað tekið þátt í forkeppni árið ´93.


En eftir að hafa velkst í dágóða stund yfir áðurnefndum raunveruleika fór ég að ímynda mér hvernig ég hefði staðið mig ef ég væri þátttakandi í keppninni. Ég hefði sennilega verið að sleikja klesst kornflex úr eigin tönnum við morgunverðarborðið þegar ég myndi rekast á auglýsingu í Fréttablaðinu um að síðasti dagur til að skila inn tillögu væri eftir viku. Þá tæki við 5 og 1/2 dagur af hugleiðingum um hvort ég ætti að taka þátt og hvers lags áhrif það hefði á ferilinn og ímyndina. Þá væri eftir 1 og 1/2 dagur í lagasmíð og demoútsetningu.

Þá myndi ég endurtaka í sífellu: "ok, eurovision-eurovisjon, eitthvað svona júróvisjónlegt" meðan ég smellti fingrunum og baulaði nýbullaða laglínu sem ég taldi að obbinn af gemsaeigendum (kjósendum) gætu látið blekkjast af. 20 kaffibollum síðar og klukkutíma fyrir deadline myndi ég taka upp afraksturs-hroðann og senda inn og vonast til að komast áfram svo ég hefði tækifæri á að lappa uppá fyrstu tilraun fyrir næsta skref.

Staðreyndin er semsagt sú, að ég, Indíana, myndi SÖKKA í eurovision keppninni og hef því ekki efni á að gera grín að því sem slappt er.



--GÍSLI MARTEINN ER ALLTAF HRESS.
yfir og út.

föstudagur, febrúar 17, 2006

sunnudagur, febrúar 12, 2006

Nýtt lúkk

ahahahahahahhhaaaaaaaa!!!! ég er að fikta í stillingooonum á síðunni, allt er farið skemmtilega til fjaaaandans, hí hí hí íííí!!!!

ákvað að breyta til svo ég gæti neytt sjálfa mig til að blogga en af hrikalegum tilbúnum möguleikunum valdi ég aftur það sama... en þá var ég náttúrulega búin að prófa nokkra aðra, þarmeð núll-stilltust stillingarnar mínar og allt fór í klessu.