-(..)-

Þessi bloggsíða er mjög líkleg til að hækka greindarvísitölu þína

föstudagur, júlí 20, 2007

-/-



Krítarferðalagið var frábærlega vel heppnað. Þessar tvær vikur í hitanum umbreyttu mér í jákvæðari og afslappaðri einstakling ásamt því að bakverkurinn sem ég hafði haft í tvær vikur fyrir brottför hvarf.

Við hópurinn gistum í húsnæði í eigu Listaháskólans í Aþenu sem í voru margar litlar íbúðir, stórt eldhús, stór sýningarsalur, nóg af úti-svæði og umlukið skógi með útsýni yfir hafið.
Hópurinn borðaði saman morgunmat (venjulega um hádegisbil) og svo aftur kvöldmat (oftast í kringum miðnætti) og allir unnu að eigin rannsóknum/hugðarefnum fyrir utan það. Gestalistamönnum og fræðimönnum var boðið í heimsókn til að halda fyrirlestra og fundi. Jú og svo fórum við náttúrulega oft á ströndina og í nokkur ferðalög að sjá sögulegar minjar og fallega bæi.
Sjálf vann ég að vídjói sem ég tók svo upp á ströndinni, tókst ágætlega, var frekar fyndið á margan hátt.
Það var svo vel að öllu staðið í þessari vinnustofudvöl, vel skipulagt og góð blanda af umræðum, samvinnu, eigin vinnu og leik. Eiginlega langaði mig varla að fara heim strax.
.
Alex fór í gærnótt til Serbíu í vinnustofudvöl og verður í burtu í heilar 3 vikur. Og ég er að reyna að festast ekki of mikið á internetinu svo ég geti byrjað að pæla í þessari ritgerð sem ég þarf að skila í haust.

En fólk, ég var ömurlega löt að taka myndir og svo keypti ég 6 póstkort + frímerki en sendi ekki eitt einasta, sorrý til þeirra sem töldu sig eiga póstkort skilið!


2 Comments:

At 2:37 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

hahahaha... snilld.

þessar myndir að ofan, er það vidjóið? Hvar eru áhrif brúnkuklútanna sem ég sendi þér?

 
At 10:11 e.h., Blogger -(..)- said...

Hei, kommon, þetta drasl frá þér virkaði ekki rassgat, samt borðaði ég sjö!! Og fékk í magann!

 

Skrifa ummæli

<< Home