-(..)-

Þessi bloggsíða er mjög líkleg til að hækka greindarvísitölu þína

þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Hausinn á mér er fastur í ritgerð. Ég næ honum ekki út.







Hausinn verður í tómu rugli næstu daga en mun vonandi losna smám saman þegar að viðfangsefnið fer að skýrast. Þetta stafar af of stóru umfjöllunarefni sem þarf að komast fyrir á of fáum blaðsíðum, þar sem rannsóknir hafa teygst í hið óendanlega.





Þarf að klippa duglega svo hausinn losni.
-Ást.



ps. sjálf er ég skolhærð með tagl, skrúbba mig með mosa og lýsi, endurvinn úrgang og nærist á sálarlausu sálarfæði. Geng kappklædd á sumrin og fáklædd á veturna, herði mig með lestri á Séð og Heyrt og DV og mýki mig með kex-áti.

mánudagur, nóvember 05, 2007

Frestunar-áráttan gamalkunna

Ég á að vera að vinna í lokaritgerðinni minni. Sem þarf að vera tilbúin eftir mánuð.
En þá þarf ég allt í einu að vinna að öllu öðru í einu, eins og t.d. að plana nýtt verk, smíða heimasíðu, taka heimilið í gegn, fara á söfn og sýningar, fyrirlestra og uppákomur.

Ég meira að segja taldi sjálfri mér trú um að ég gæti ekki byrjað að læra af krafti fyrr en ég fengi skrifborð (þrátt fyrir að mér finnst fínt að lesa uppí rúmi). Þannig að ég dreif í að smíða mér skrifborð svo ég gæti nú farið að læra. Það stóð svo ónotað í stúdíóinu mínu heima í tæpar tvær vikur, eða þar til í dag.

Þetta er þema hjá mér á þessu bloggi; að minnast á eigin leti og frestunaráráttu. "Litlu" systkini mín eiga þetta til líka, við erum svo skondin með þetta. Ætli þetta genatískt eða uppeldistengt?

Annars er frábært að vera aftur komin í skólann, ég var mjög heppin í stúdíóúthlutuninni og deili frekar stóru rými með tveimur góðum vinum mínum. Ég fékk mjög gott feed-back á verkið mitt sem ég sýndi á Interim sýningu skólans sem er sýning allra 2.árs nema í byrjun skólarárs.

Ég verð að drífa í heimasíðunni minni svo ég geti sýnt ykkur hvað ég hef verið að gera. Ég er að læra á Dreamweaver sjálf eftir þörfum sem gengur frekar hægt þar sem hæfni mín og það sem ég vill áorka er í litlu samræmi.

nenni ekki að skrifa meira en læt hins vegar fylgja með nokkrar myndir frá álversárunum: