-(..)-

Þessi bloggsíða er mjög líkleg til að hækka greindarvísitölu þína

laugardagur, ágúst 20, 2005

this day has been glated

Meðan þið drekkið frá ykkur vit og rænu í nafni menningarinnar hef ég, á þessum dýrðlega og verðmæta frídegi mínum, hangið inni við að láta mér leiðast.
Dagurinn réðst af morgninum.
Ég vaknaði kl 8 af sjálfsdáðum og sólin skein og ég sá fyrir mér viðburðarríkan og skemmtilegan dag. Samt freistaðist ég til að lúlla aðeins lengur og þegar ég vaknaði svo úldin og fúl, hafði dregið fyrir sólu. Þá nennti ég engan veginn framúr og tafði það að fara á lappir þar til mig hafði dreymt tuttugu drauma.

Svo tók við kaffidrykkja og sítenging við internetið og ps. ég tjékkaði á tölvupóstinum mínum sex sinnum, bankastöðunni tvisvar, kommentakerfinu á blogginu átta sinnum, hinu veffanginu einu sinni, mbl.is fjórum sinnum og fleira í þeim dúr.
Svo drullaði ég mér útí búð að kaupa í matinn og hafði ekki hugarflug í neitt og keypti bara mjólk.
Æi ég er búin að vera hálf "pathetic" í dag. Ekki samt sýna mér vorkunn, ég á það engan veginn skilið.

En kvöldið er ennþá ungt og þarf ekki að fara til spillis. Ég er klædd í lopapeysu og á brennivín í frystinum..

Skál Menning

4 Comments:

At 4:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vá hvað þú lifir spennandi lífi. Held að ég verði að fara að kíkja á þig og skemmta þér. Ég sakna þín.

 
At 7:08 e.h., Blogger -(..)- said...

já endilega kíktu á mig, ég þarf greinilega hlægilegan félagsskap, planaðu það bara ekki um miðjan október því þá verð ég kannski, KANNSKI, á Íslandi...kannski kannski
mér vantar líka orðið meira brennivín...
hana nú.. annars er sunnudagur og ég brann á öxlunum í dag, fór á markað, keypti töng og nestisbox, beyglur og karrý og talaði hátt og snjallt á mínu ástkæra og ylhýra við íslendingafjölskylduna "the helens". Ég lærði nýtt lýsingarorð af annarri dótturunni sem er "gulkúkótt" en þannig var nýkeypt brauðrist fjölskyldunnar víst á litinn..

 
At 9:43 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

"hlægilegan félagsskap" það er gott að vera hlægileg finnst mér, það skiptir engu fyrir mig hvort þú hlærð að mér eða með mér...

...því það ert þú sem færð hrukkurnar af því ekki ég.

Annars voða áhugavert stöff sem að þú keyptir á markaðnum, guð ég dauðöfunda þig að geta leyft þér þetta.

Lýst vel á að fá þig til landsins, þá lofa ég að þú fáir að njóta viðveru minnar meira en síðast.

 
At 4:11 e.h., Blogger Kata said...

Dagurinn er nú ekki alveg glataður, fyrst þú átt brennivín í frystinum ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home