-(..)-

Þessi bloggsíða er mjög líkleg til að hækka greindarvísitölu þína

laugardagur, ágúst 27, 2005

Þytur í laufi þ.e.a.s. wind in the willows




Laugardagurinn var góður dagur.
Eftir laugardagsóun síðustu helgi vildi ég ekki að endurtaka sama leik og ákvað að fara í skógarferð sem mig hafði lengi dreymt um.
Um 11 leytið laugardagsmorgun stigum við Alex af lestarpallinum í norð-norð-aust-aust-norður London og héldum inní Epping-skóg vopnuð áttavita, korti og dúkahníf.

Að sjálfsögðu bönnuðum við sjálfum okkur að labba á göngustígum og þurftum því oft að berjast í gegnum þyrnirunna, skríða undir lágar trjákrónur eða klöngrast yfir fallnar risaeikur.

Í nestispásu númer tvö sofnaði ég á láréttum trjábol (á óskiljanlegan hátt tókst mér að halda jafnvægi í svefni!) og eftir á íhuguðum við Alex möguleikann á að sofa í skóginum þá nóttina en sökum ónægs matar og skorti á vatnsheldum klæðnaði var því frestað um ókominn tíma. Ég týndi samt um hálft kíló af svartberjum (hvað sem þau nú heita á íslensku) og ylliberjum sem ég hyggst nota í bakstur eða út á jógúrt.
Ég var mjög forvitin að vita hvernig brenninetlur brenndu mann og brenndi mig viljandi á annari hendi..og svo auðvitað oft óvart.

Ég tálgaði mér mini-spjót með dúkahnífnum en sá ekkert til að veiða og grýtti því í átt að Alex í staðinn og ótálgaði endinn lenti laust í úlpubakið á honum. Slappt spjót. Svo fann ég nokkrum sinnum á leiðinni ég afbragðs tré-göngustafi til að styðja mig sem ég skildi undantekningalaust óvart á eftir í hvert sinn sem ég stoppaði og lagði þá frá mér.

Við löbbuðum inn fyrir girðingu nokkurra risavaxna langhyrndra kúa sem vildu annaðhvort hnusa af okkur eða kúka sínum 12 kílóa lortum í friði. Þaðan sluppum við ósködduð enda skildu þær sennilega að þær væru brjóstmæður okkar mannanna og spendýr eru nú oftast blíð við fóstur-afkvæmi sín.

Allavega yfirgáfum við ekki skóginn fyrr en um áttaleytið, örþreytt, aurug upp að hnjám, berjablá á höndum og við munn, rispuð, tætt og með brenninetlusviða, skordýrafjölskyldu í hárinu, og þakin allskonar fræjum sem höfðu límst við okkur, með hælsæri og hnjáverki en allavega alsæl með daginn og lífið.

4 Comments:

At 5:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

djöfullsins væl...

 
At 8:22 e.h., Blogger -(..)- said...

þeigiðu maður, hvernig skildirðu væl útúr þessu, þetta blogg hafði svona "uppbít" tón!

ha maður,
þú ert væll!

og "a taper"!

nah djóg, sorry maður, þú ert ágætur.

 
At 3:11 e.h., Blogger Bella Blogg said...

skemmtilegt hvað þið skystkinin notið commentadálkana hér til að rífast, greinilega bældur söknuður í gangi. Svona eins og þegar strákur verður skotinn í stelpu 10 ára og segir við vini sína að hún sé ljót. Þið eruð semsatg að segja við hvort annað, ég elska þig systir, sömuleiðis bróðir.. Það er það sem ég les útúr þessu hjá ykkur.. :) hehe, (þessu varpa ég fram og fæ ekki einu sinni borgað fyrir það)

 
At 3:15 e.h., Blogger -(..)- said...

eg veit
buhu

 

Skrifa ummæli

<< Home