Nokkrar myndir fra Portugal
Þremur dögum eftir að hafa komið frá Íslandi fórum við Alex til Portúgal í 10 daga. Einn af bestu vinum mínum í skólanum, Goncalo, er frá Lissabon og við gistum hjá fjölskyldu hans þar (reyndar hjá tengdamömmu hans). Tveir bekkjabræður mínir komu líka með. Við keyrðum suður til lítils sjávarþorps þar sem pabbi Goncalo á sumarhús. Þar eyddum við 5 dögum og prófuðum nýjar strendur daglega. Syntum í sjónum, tíndum kræklinga og þess háttar skelfisk, fórum í gönguferðir, átum, drukkum og skemmtum okkur. Ótrúlega vel heppnuð ferð!
Allur hópurinn saman að skýla sér undan rigningu.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEjKAxa1EkhOkbkGnUUwsOJ5qrmBJpBKw8F-1ylYnTxX35nQHbN-JdGo-EGVtikopwZCCdMxSVrcbjJ75STGVM8UMe-zfdZR2jSwn_vCzmWyEN1BOztMJ4hUw8a21XUIBWAFzmj7/s320/IMG_7310.jpg)
Ég, Catarina, Goncalo og Kianoosh. Í bakgrunni er aðalströndin í þorpinu sem við gistum í.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgX-sYv6qgOqVtBSeYLS5P0soxyUSnGhibYd0z_5XT-9FEnxrZurY3XB5w_b9Z4RFnIEdzLdsz8Pn3ZpSWC4_8EgmXRUFYAKyG3PMnJYq77aRAPcGlLodiBL-KFAFiMQL7PE7_9/s320/IMG_7299.jpg)
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgZWWb0ZYUn4lZW0wdQ4J6w31Q0g1TSj_ARVpP0B5q-UXH3T6e-lXpegiiHDWasdTIDDWCFTAdxbY93299Ig2mPmQAVhLhHtIsWvNKpZQFXHtr85yFFb3WSmH_0ZxhQUv5fEoWw/s320/IMG_7269.jpg)
Veðrið breyttist oft seinnipart dags og þá komu stundum skúrir. Það var samt eitthvað svo magnað að vera á ströndinni í rigningu og roki!
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEidTcGQ2AnALSU6XduU9ca9xZ4t5eFnXJN8Jf0jm6nN81hO-o3mZRjkZG2AJOKPOe19dkDTocP5j4_sAfcMW9eK5tLbszSRMxcbAjLrcT42J18Ayupv0lkbtAP6ox6uU2KxKCu-/s320/IMG_7261.jpg)
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgfP0hfadrNzPYAv469pZmR_mqBcIOMpE3R0F_WQ4Psntx9f5osprFj4BcSfRyoSwU7G21cbNZ5Pyo8YKpDOkjq5BdubH7vAQIk2vde5eajn7qFnUXtsTdhAINNcGz981dbj13W/s320/IMG_7294.jpg)
Við átum kræklingana og grilluðum fisk, sumir breyttust í drauga.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEjodZYmfsY2cGFSzXd7B7ZVtmCvXgP3kargaSvLFykgE1qdwTZhFNUyKIAsHVk1W3BDyS7h9ZGxRD3Papkmv6aGvBmJWK8qJSy44jGnt0GaqlxTaR7ENeaNS9Q-v7UM_t_4DNzh/s320/IMG_7287.jpg)
Þessi fiskur er með framtennur eins og grasbítur.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEj8k-actspn-90K9248RstR9IgXUaSpDYSmFhgzrg2OYy6VpZpEZmDSkg7nFllG1Alak4HVZlOzcPgWTT3FeJq3uTvrOyNFSu8FaWwOrkyGqAYa_0lXziEfbViSQFDKiOYesZ5T/s320/IMG_7232.jpg)
Alex og Kianoosh skála í kirsuberjalíkjör í sólsetrinu.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEiYQRvVhpPsDEsOGwlQH64ppWG-cP_oXLRPywtO_k_JEr-lO4ElybivJYg6YmZObtz8q0PT_SLTPxO0AW5ajlMMnOxxjySg5prhaIoiPL8LPd1poqz0k0_15_4F-Uxr-CXWyXUh/s320/IMG_7230.jpg)
Við með Pabba Catarinu sem fór með okkur í útsýnistúr í fallegt þorp sem við sáum danssýningu hjá systur hennar.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEiOecyLwfl_IbX9Cvpxu3X_RrVOl1PGPgczQZ5bwj9u_C5vFCTaBwzhnjAlUxacc1FG_OsqdtOuP9eYkh5uIcDVuLyH8GO8e87xQsMHd43nlmcdqKabt4zvGLpTitoj-w9xuT-N/s320/IMG_7186.jpg)
Týpísk túristamynd! Það eru svo brattar brekkur í Lissabon að sums staðar þarf að hafa sporvagna sem ferja liðið upp og niður!
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEjrjmmMnIOiRjJ9a9wFEug8aCxTd-F1GcTe0GnCDw7F8-r8z252Y4uFJLHtTVRDEjLP9CdUr-bU3o1TnQRgbRahXX4red5gUinVJ-7Sc4feolCwBU0O9vkUeF3OIMJMt4Po_kCK/s320/IMG_7182.jpg)
2 Comments:
ó man þetta lítur æðislega út. fyndið ég var í Monreal í Kanada og á nákvæmlega eins mynd af fiski. hver át augað?? þú ert að verða að reglulegri strandgellu...alltaf á baðströndum. eða þannig.
mmm.kósý.... er samt ekki komið að hittingi.. ég þarf að fara drulla mér til lundúna og dansa uppi á borðum með þér og helenu..... krúttukveðjur, halldóran
Skrifa ummæli
<< Home