-(..)-

Þessi bloggsíða er mjög líkleg til að hækka greindarvísitölu þína

föstudagur, október 05, 2007

Nokkrar myndir fra Portugal

Þremur dögum eftir að hafa komið frá Íslandi fórum við Alex til Portúgal í 10 daga. Einn af bestu vinum mínum í skólanum, Goncalo, er frá Lissabon og við gistum hjá fjölskyldu hans þar (reyndar hjá tengdamömmu hans). Tveir bekkjabræður mínir komu líka með. Við keyrðum suður til lítils sjávarþorps þar sem pabbi Goncalo á sumarhús. Þar eyddum við 5 dögum og prófuðum nýjar strendur daglega. Syntum í sjónum, tíndum kræklinga og þess háttar skelfisk, fórum í gönguferðir, átum, drukkum og skemmtum okkur. Ótrúlega vel heppnuð ferð!

Allur hópurinn saman að skýla sér undan rigningu.

Ég, Catarina, Goncalo og Kianoosh. Í bakgrunni er aðalströndin í þorpinu sem við gistum í.



Veðrið breyttist oft seinnipart dags og þá komu stundum skúrir. Það var samt eitthvað svo magnað að vera á ströndinni í rigningu og roki!



Við átum kræklingana og grilluðum fisk, sumir breyttust í drauga.

Þessi fiskur er með framtennur eins og grasbítur.

Alex og Kianoosh skála í kirsuberjalíkjör í sólsetrinu.

Við með Pabba Catarinu sem fór með okkur í útsýnistúr í fallegt þorp sem við sáum danssýningu hjá systur hennar.

Týpísk túristamynd! Það eru svo brattar brekkur í Lissabon að sums staðar þarf að hafa sporvagna sem ferja liðið upp og niður!

2 Comments:

At 10:47 e.h., Blogger thora gunnarsdottir said...

ó man þetta lítur æðislega út. fyndið ég var í Monreal í Kanada og á nákvæmlega eins mynd af fiski. hver át augað?? þú ert að verða að reglulegri strandgellu...alltaf á baðströndum. eða þannig.

 
At 10:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

mmm.kósý.... er samt ekki komið að hittingi.. ég þarf að fara drulla mér til lundúna og dansa uppi á borðum með þér og helenu..... krúttukveðjur, halldóran

 

Skrifa ummæli

<< Home