-(..)-

Þessi bloggsíða er mjög líkleg til að hækka greindarvísitölu þína

fimmtudagur, maí 18, 2006

Skipun frá yfirvaldi

Í dag skulu allir lesa Morgunblaðið, nánar tiltekið blaðsíðu 57. Þar er skrifað um sýninguna mína.
Annars er þetta nú síðasta sýningarhelgi og þeir sem ætluðu að mæta ættu nú að drííífa sig. opin fim.og fös. 4-6 og lau.og sun. 2-5.

sunnudagur, maí 07, 2006

i gær var allt ekta



er þetta kvenleg handarstærð? eða er þetta kannski tvíhöfða lamb?

setti á mig ókeypis naglalakk í tilefni keflavíkurheimsóknar. ólöf kom í heimsókn í gær og við fórum á pöbbarölt í þessu vinalega þorpi. við kynntumst góðu fólki, allskonar fólki, og öll áttum við það sameiginlegt að drekka kranabjór úr sömu tunnu á sama stað og tíma. við dönsuðum ekki. en ég var í dulargervi af því að ég var með naglalakk. ég var óþekkjanleg.

fimmtudagur, maí 04, 2006

YESSS!!

góðar og blessaðar fréttir:

Indíana þarf ekki að borga nein útlendingagjöld fyrir meistaranámið sitt eins og óttast var í byrjun. hún mun því borga einungis rétt rúmlega skitinn fjögur hundruð þúsund kall fyrir árið (sem er sama og bretar borga) en ekki tæpar tvær milljónir íslenskra króna. Konan fékk þessar fréttir fyrir 30 mínútum síðan og er all hamingjusöm með niðurstöðuna sem hún reyndar bjóst við en var þó í nokkurri óvissu með.