slæmur dagur til að gleyma bakpokanum sinum
Það kom dagur eftir gærdaginn. Ég mætti of seint í vinnuna í dag vegna þess að þegar nær dró liverpool street lestarstöðinni tók að hægja á umferðinni. Ég náði að hoppa út áður en strætóinn varð kolfastur í traffík en lestarstöðin hafði verið rýmd ásamt því að götunum í kring var lokað vegna grunsamlegs bögguls.. sem ég held að hafi nú ekki verið neitt. Ég var löglega afsökuð fyrir seinkunina.
Þetta lýsir samt ástandinu ágætlega, allir eru á varðbergi, löggur út um allt, ekki sjéns að finna ruslatunnu nálægt lestarstöðvunum (svo ekki sé hægt að fela sprengjur þar), í lestunum eru farþegar stanslaust áminntir að skilja ekki eftir neitt eftir sig ásamt því að láta vita af einhverju grunsamlegu, á skjáunum í strætó þar sem leiðinlegar auglýsingar rúlla venjulega allan daginn er nú búið að skipta yfir í það sem eftirlitsmyndavélarnar taka upp, -allir að fylgjast með öllum. Í vinnunni voru gefin fyrirmæli um að röntgen-skanna hvern einasta hlut sem kom inn í póstherbergið, bara svona til öryggis..
Ég kláraði síðasta vinnudaginn minn á þessum stað í dag. Skrítið að vinna sem "temp" (temporary worker). Maður vinnur hálfan mánuð í hinu og þessu fyrirtæki, þarf að læra milljón nöfn og inn á fólkið sem maður vinnur með ásamt því að læra hvar allt er í þessum stóru byggingum og þá er eftir að læra hvað starfið inniheldur. Og þetta þarf allt að gerast á mettíma svo maður sé nothæfur.
Það er ekki laust við að maður sé svolítið dasaður í heilanum þegar maður kemur heim úr vinnu og ég held ég hafi lært meira um Englendinga á þessum 1 1/2 mánuði sem ég er búin að vera að vinna heldur en allan þann tíma sem ég er búin að búa hérna (síðan október!!).
Svo kveður maður liðið á föstudegi og segir "góða helgi (og gangi þér vel í lífinu) -vitandi að maður á ekki eftir að sjá þau aftur.
Er orðin lúin enda löngu kominn háttatími. Best að hoppa í bælið og safna kröftum fyrir enn eina ferðina á hið horbjóðslega Oxfordhell (aðal-verslunargatan) þar sem keyptur verður morðdýr-óþurftarhlutur fyrir bróður minn (hann borgar).
"yfir"
3 Comments:
óþurftarhlutur? Hahahah....
Þú ert kjánabjáni..
Af hverju talar þú ekki neitt um mig..............ój ðer
hmm..hver?
Skrifa ummæli
<< Home