-(..)-

Þessi bloggsíða er mjög líkleg til að hækka greindarvísitölu þína

sunnudagur, júní 26, 2005

Pelsatal


Þarf að fara að leifa hollari mat.
Það er nokkuð augljóst að hverfisrefirnir eru ekki á neinu heilsufæði. Rebbinn á myndinni lítur óvenjuvel út miðað þá sem ég hef séð en oftast vantar á þá helminginn af feldinum og rófan yfirleitt hárlaus.
Ég var farin að þekkja þá orðið í sundur en þeim hefur fækkað úr 8 í bara 1 yrður á síðustu mánuðum (yrður er millistig af yrðlingi og refi). Litlu greyin. Svo grafa þeir holur og kúka í garð nágrannans sem hatar þá útaf lífinu. Gamla kellingin í kjallaranum (sem er nýja vinkona mín) kastar stundum til þeirra matarbita nágrannanum til mikillar gremju.
Svo eru líka snæuglur hérna. Þessi var í eldhúsinu okkar um daginn.

2 Comments:

At 2:59 f.h., Blogger Kata said...

Til hvers að hafa "sveit" þegar maður hefur London ? maður sér meir af dýraríkinu þar en í "the outback" ....eru dýrin flúin úr sveitunum til höfuðborgarinnar ?

 
At 8:14 f.h., Blogger -(..)- said...

einmitt, hvort myndir þú vilja éta fóðurbæti og gras eða hálfétinn mcdonalds með frönskum?
Hei já, svo eru dádýr (sama og bambi) í almenningsgarðinum og íkornar sem nálgast þig af jafnmikilli græðgi og dúfur ef þú sést maula á samloku.
allavega...best að drífa sig í vinnu..túrílúú

 

Skrifa ummæli

<< Home