-(..)-

Þessi bloggsíða er mjög líkleg til að hækka greindarvísitölu þína

sunnudagur, júlí 03, 2005

heimsokn til helvitis


Þar sem gallabuxur og leðurjakki er ekki góður einkennisbúningur í 25-30 stiga hita ákvað ég að skella mér í verslunarleiðangur í gær. Sem er meira en að segja það.

Þegar stefnt er á heimsókn í fatabúðir í miðri höfuðborginni á laugardagseftirmiðdegi er nauðsynlegt að vera vel undirbúinn líkamlega jafnt sem andlega. Maður verður að passa sig á að vera hvorki of svangur né saddur ásamt því að gæta sín á að drekka kaffið sitt og huga að reglulegri vatnsinntöku. Þessu þarf svo að halda í listilegu jafnvægi til að lágmarka klósettferðir en vandasamt er að finna mannsæmandi losunarskápa í 101 london.
Best er að byrja nokkrum dögum fyrir leiðangur að byggja upp gott sjálfsmat og á verslunardegi er mjög mikilvægt að líta vel út svo líkurnar aukast á að maður finni eitthvað sem fer manni.

Þegar að ofangreind skilyrði hafa verið uppfyllt þarf að velja hvort maður sé í skapi fyrir að berjast eins og jarðýta í gegnum mannþvöguna til að komast áfram eða hvort maður eigi að láta sig berast tilviljanakennt með straumnum. Fyrri aðferðin er betri ef maður er í tímaþröng (seinni er betri ef maður vonast eftir plássi í himnaríki).

Þegar í búðirnar er komið þarf maður svo að strunsa framhjá pastellituðum flaksandi flíkum í tonnatali og ódýrum nærbolum sem eyðileggjast við fyrsta þvott. Svo sér maður föt sem eiga að líta út fyrir að vera rosa "unique" með einhverju brjáluðu saumuðu í þau en þá nær sú blekking frekar skammt þar sem það eru 30 nákvæmlega eins flíkur á slánni.

Ef maður er heppinn að hafa séð eitthvað sæmilegt í loftkældri búðinni bíður manns 10metra löng biðröð að ó-loftkældum búningsklefunum. Þetta er kannski taktík til að láta fólk hugsa "æ ég nenn´ekk´a´máta, kaub´etta´bara" sem virkar ekki á mig nema um sé að ræða eitthvað skítódýrt.

Á meðan svelta börn í Afríku, sprengjur springa á stríðshrjáðum svæðum, Bush neitar að taka þátt í Kyoto, síamstvíburar fæðast, kjarnorkuver lekur og mér vantar buxur.

Myndin er af mér og verslunarstjóra Topshop ræða um ástandið í tískuheiminum.

5 Comments:

At 5:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hahahhaha þú mjög góð viðbót í blogg hringinn minn, stendur þig eins og hetja. Hlakka til að sjá þig í júlí

kv Ágústa

 
At 9:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mér sem finnst svo þægilegt að versla í útlöndum. Svo margt til að kaupa og svo lítill peningur.

Eeeen, hvað er að frétta af i-podinum mínum systir góð?

 
At 11:03 f.h., Blogger Bella Blogg said...

Rosalega hefurðu fengið góðan lit, er svona mikil sól í London

 
At 9:29 e.h., Blogger -(..)- said...

já rosa sól þarna um daginn. í dag kom rigning og liturinn virðist hafa skolast af. er frekar svekkt.
lífið heldur samt áfram og maður verður að finna sér önnur takmörk í lífinu.

 
At 10:11 e.h., Blogger -(..)- said...

já gott komment. Eins og verslunarleiðangrar eru þjáningarfullir ætti maður að vera löngu búin að snúa sér að saumaskap. Hér eftir mun ég leggja fyrir 100kr. fyrir hvern klukkutíma sem ég sóa í búðarráp og ætti eftir nokkra mánuði að geta keypt mér þar til gerða saumamaskínu.
Ég trúi því líka að maður ÞURFI ekki endilega sérstaka hæfileika til að sauma/smíða/elda (það skaðar ekki) heldur að maður þurfi bara að vinda sér í hlutina með sjálfstrausti og vandvirkni þá reddist þetta nú.
einhvern veginn.
..eða ekki..
þá er allavega hægt að hringja í ömmu/afa/mömmu/pabba o.s.frv.

 

Skrifa ummæli

<< Home