-(..)-

Þessi bloggsíða er mjög líkleg til að hækka greindarvísitölu þína

fimmtudagur, júlí 07, 2005

horror

er i vinnu.. aetladi bara ad lata vita ad eg lenti ekki i sprengingunum, rett missti af theim sem betur fer. er samt stodd i fjarhagshjarta borgarinnar, the city, nalaegt moorgate og liverpool street og vid megum ekki einu sinni yfirgefa bygginguna. samgongur liggja nidri. folk er hvatt ad fara ekki ad heiman og lagmarka simnotkun. thetta er svo faranlega scary og madur er eiginlega med gratstafinn i kverkunum..

9 Comments:

At 1:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hæ hæ sæta mín! Það er gott að það sé í lagi með þig! Maður fékk nú bara hnút í magann þegar maður heyrði þetta!! En vonandi er þetta nú búið bara! Ég sendi allt mitt hugrekki og knús til þín! En eins og þú veist hef ég alltaf verið mjög hugrökk og faðmmjúk! Kyss kyss og hlakka til að vita af þér á Klakanum :o*

 
At 2:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gott að vita af þér heillri :) hringdi í múttuna þína um leið og ég heyrði af þessu og þá var hún búin að heyra frá þér, farðu bara varlega heim og í leigubíl

knús og kossar
Ágústa Dröfn

 
At 2:54 e.h., Blogger Bella Blogg said...

vá hvað það er gott að sjá þessar línur frá þér. Vonandi kemstu fljótlega heim. Hugsum til þín og sendum eins mikið hugrekki og góða strauma og við getum.
Berglind og Siggi

 
At 6:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hjúkket indí.... gott að vita að þú ert heil... en þetta er virkilega scarý..... vona þú komist klakklaust heim til þín og þinna....kveðjur, halldóran

 
At 7:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hello kæra frænka, Takk fyrir að láta vita af þér og gott að það er í lagi með ykkur skötuhjúin. Hér er smá ábending en í handbók Worst case scenario í kaflanum Hryðjuverkaárás kemur m.a. fram: ,,
Gott ráð er að tala ekki við ókunnuga, og ekki geyma neinar töskur fyrir araba."


með góðri kveðju frá nafla alheimsins, þ.e.a.s þokunni í Vestmannaeyjum.
Frosti og Ingibjörg

 
At 11:00 e.h., Blogger -(..)- said...

takk fyrir "konsernið" góða fólk. Þetta er svo óraunverulegt allt saman.
Þegar ég kom úr strætónum mínum sem stoppar fyrir framan liverpool street stöðina voru slökkviliðsbílar og sjúkrabílar að troðast í gegnum umferðina til að fara á einn sprengjustaðinn rétt hjá. nokkrar löggur í yngri kantinum skokkuðu líka í sömu átt með óttablandinn og ráðvilltan svip á andlitinu og hugsuðu sennilega "ó boj, ó vá".
Ég hélt nú bara að einhver ritarinn hefði gleymt að slökkva á kertaskreytingu og einbeitti mér að því að vera ekki sein. strunsaði í gegnum stöðinna (til að stytta mér leið) og tók ekki eftir neinu óvenjulegu. svo þegar maður sullaði í sig fyrsta kaffibolla dagsins bárust fregnir af einhverjum lestaróhöppum og enginn vissi neitt.
Svo eftir að varð ljóst hvað væri í gangi var gefin út yfirlýsing að enginn mætti yfirgefa bygginguna og hvað þá borgarhlutann. Fólk sem átti heima í klst. fjarlægð eða minna átti að búa sig undir að ganga heim að loknum vinnudegi og hinum yrði reynt að redda einhver neyðartransport. Ég fékk að hætta 1 1/2 klst fyrr í vinnu og þegar ég var búin að labba í hálftíma heim á leið kom strætó. Heppinn ég. Það var ókeypis í strætó en þrátt fyrir það var sá sem ég tók nánast tómur og það var eins og fólk kysi frekar að ganga. (ég var búin að vera standandi og hlaupandi allan daginn og hnén vildu ekki fara lengra).
-svo óhugnalegt allt saman því þetta eru samgöngur sem maður tekur á hverjum einasta degi sjálfur og þetta var að gerast í nokkur hundruð metra radíus frá mér.
Í byggingunni sem ég vinn í (15 hæða glæsihýsi sem hýsir slímuga lögfræðina að mestu) fór neyðarkerfið í gang um tvö leytið og eftir hafa labbað 12hæðir niður í fríðu föruneyti var tilkynnt að þetta hafi verið false alarm.
Ég ætla að vakna spes snemma í fyrramálið og pumpa lofti í dekkin á beygluhjólinu mínu og hjóla bara... ég held á morgun sé góður dagur til þess...
sé ykkur bráðlega.

 
At 11:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

vá maður finnur bara hvað þetta er hræðilegt...

 
At 11:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

vá maður finnur bara hvað þetta er hræðilegt...

 
At 3:01 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Kæra frænka.. Gott að vita að þú sért óhult.. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig það er að upplifa svona ógn þar sem maður situr á sínum mjúka rassi hér á Íslandinu.. Sendi þér og Alex mína bestu strauma.. kv. ragnajenny

 

Skrifa ummæli

<< Home