-(..)-

Þessi bloggsíða er mjög líkleg til að hækka greindarvísitölu þína

föstudagur, júní 24, 2005

limbönd eftir litum...

Hann er að laga til. Þessi elska. Í herberginu sínu.
Ég hef ekki kynnst öðru eins drasli og hélt ég að ég væri slæm en jeminn.

Allur gólfflöturinn er þakinn dóti sem nær að meðaltali uppí miðja kálfa og rétt er búið að ýta frá nógu miklu dóti til að skóstærð 43 geti tekið 4 skref á tánum (frá hurð að skrifborði).

Síðustu daga hefur hann stormað í átt að herberginu fullur af eldmóði en alltaf gefist upp því hann veit ekki hvar á að byrja.

Og ástæðan fyrir draslinu segir hann vera skortur á geymslueiningum. Svo nú er hann búinn að kaupa 10 samstæða pappakassa með loki og henti gömlu pappakössunum sem voru misstórir (sem er náttúrulega ekki nógu gott), þannig að nú er allt draslið eftir + 10 nýir pappakassar.

Tiltektaraðferð hans er nokkuð sérstök, í staðinn fyrir að ráðast í þetta af krafti, sortera í stórar hrúgur fyrst o.s.frv., þá byrjar hann á því smáa, raða mini-diskunum eftir dagsetningum o.þ.h. sem býður uppá endalaus tækifæri til að gleyma því sem hann ætlaði sér í upphafi. Þannig að, þó hann sé búin að dunda sér í marga klukkutíma við "tiltekt" er ekki hægt að sjá neinn einasta mun.
Ég ætla ekki að hjálpa honum í þetta skiptið, best að sjá hvað hann er duglegur.

Annars er hann ágætur.
Fyrir þá sem ekki vita að þá er ég ekki að tala um barn heldur kærastann minn. Sem skilur ekki íslensku eh he...

2 Comments:

At 10:59 e.h., Blogger -(..)- said...

o takk
þegar ég fattaði hvað mér þótti vænt um blogg-rúntinn og svo gaman hversu "interaktíft" þetta getur verið þá fór ég að pæla...
allavega, þú ert fyrirmynd.
indiana=sushi
ha ha

 
At 7:53 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

vá...það myndi taka ár ef ég kæmi í hiemsókn að hjálpa til við tiltektir kærastans..... kannast alveg við svona, þótt ég geti nú líka alveg sveipað um draslið eins og stormsveipur í góðum gír...... úff..... kv. h í köb

 

Skrifa ummæli

<< Home