-(..)-

Þessi bloggsíða er mjög líkleg til að hækka greindarvísitölu þína

fimmtudagur, júní 23, 2005

1 litri af vatni inn, 4 litrar ut

Litli auminginn hennar mömmu sinn var styrktur til heimkomu og er hann væntanlegur 10.júlí. Greyið litla mun stoppa í 16 nætur og hlakkar mikið til að vera í góðum félagskap fjölskyldu og vina og ekki síðast en síst að kæla sig niður í íslensku golunni (byrjar enn ein veffærslan um veðrið).

Núna um miðnætti er nánast óbærilegur hiti og íbúðin okkar hefur breyst úr frystikistu í bakaraofn á örfáum vikum.
Dæmi: Við höfum alltaf skilið smjörið eftir á eldhúsborðinu og í vetur þurfti næstum því að sarga það með rifjárni til að koma því á brauðið en núna dreypir maður því úr könnu.
Ef manni var kalt var æðislegt að opna ísskápinn og ylja sér. Það tók líka þvottinn okkar 2-3 daga að þorna en núna tekur það rétt nokkra klukkutíma. Eiginlega er best að fara í fötin beint úr þvottavélinni, þá er maður allavega svalur í nokkrar mínútur.
Hvernig fara þessir útlendingar að?
Je dúdda.

ps. Gísli, farðu að andskotast til að sækja þennan pakka á pósthúsið, eins gott að ég sendi þér ekki rækjur!

6 Comments:

At 12:35 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég var að sækja bogann. Hann er klikkað kúl indíana mín. Takk fyrir mig.

En hey.. Ég ætla biðja þig um að kaupa fyrir mig i-pod meðan þú ert þarna í útlöndum. Ég tala við þig.

og að lokum. Gaman að þú ert byrjuð að blogga systa.

 
At 10:40 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vá hvað mér líst vel á að þú sért byrjuð að blogga og enn betur að sjá að þú ert að koma.

Hlakka mikið til að sjá sólarbrúna kroppinn þinn eftir alla þessa sól...

ehemm...sjor :)

 
At 2:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hey jó gaman að fá fréttir af þér skvísa hlakka líka til að fá þig heim væri alveg til í að fá að hitta þig svona eins og einu sinni

kv Ágústa frænka og bumbubúinn :)

 
At 4:42 e.h., Blogger -(..)- said...

Auðvitað sjáumst við ma´ur!
en jeminn kona! ólétt!
Þetta er svo skrítið allt.
Þið eigið eftir að verða afbragðsgóðir foreldrar og mér líst vel á þetta hjá ykkur.

 
At 4:49 e.h., Blogger -(..)- said...

katrín eva, auðvitað er ÉG orðinn brún. svona ef við eigum að lýsa brúnkunni með viðartegundum þá er ég birki. eða kannski fura af því ég er með freknur. en ef veðrið heldur áfram svona þá verð ég eins og kirsuberjatré eða mahogney í lok sumars. þá þarf fröken negri (þú) að passa sig...

 
At 9:26 e.h., Blogger -(..)- said...

og gleymdi, katrín, ætlarðu aldrei að blogga framar?

 

Skrifa ummæli

<< Home