-(..)-

Þessi bloggsíða er mjög líkleg til að hækka greindarvísitölu þína

miðvikudagur, júní 22, 2005

klassiskt að skrifa um veðrið

Mér finnst eitthvað svo viðeigandi þegar maður hefur svosum ekkert að segja að minnast á veðrið. Það er líka örugglega jafngaman að lesa slíkar veffærslur og að skoða veðurspár vikugamals Mogga.

Það er sumar í Bretlandi og um daginn var svo heitt að ég hélt það myndi kvikna í mér. Það sviðnaði af mér helmingurinn af hárinu og naglalakkið bráðnaði og klíndist út um allt.. og lyktin maður..
En núna er þetta komið í betra horf, rúmlega 20gráður, og ég byrjuð að huga að því að fá húðlit á húðina mína. Með tvöföldu lagi af næst-sterkustu sólarvörninni reyni ég þokast úr mínum náttúrulega fjólubláa lit yfir í rauð-hvítt með freknum.

Og í hitanum hefur maður ekki lyst á að drekka kaffi svo maður berst við fráhvörfin í undarlegum doða.
Eftir að hafa sullað í sig fleiri fleiri bollum af kaffi á dag á loftkælda vinnustaðnum sínum, sér til dægradvalar, þá er kannski ekkert skrítið að maður sé eitthvað dofinn í frítíma sínum.

Annars svona fyrir fólk sem hefur ekki séð mig í nokkra mánuði þá er ég orðin nokkuð breytt. Eftir að ég sætti mig við bragðið af kranavatninu í london hef ég hækkað um a.m.k. 15 sentimetra og mér finnst eins og handleggirnir hafi lengst óvenjumikið í hlutfalli við allt annað. Og ég er komin með platt-fót!
Ég er nú samt sama góða inn við beinið!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home