-(..)-

Þessi bloggsíða er mjög líkleg til að hækka greindarvísitölu þína

mánudagur, júní 27, 2005

hvar er það nu eiginlega?



"Svo, í hvaða námi varstu?"
-"myndlist"
"Búin að fylgjast með tennisnum?"
-"ég á ekki sjónvarp"
"HA! Okei...hmm, hver er helsta íþróttin á Íslandi? Fylgistu ekki með íþróttum?"
-"fótbolti sennilega vinsælastur og kannski handbolti. en ég hef ekki gaman af íþróttum."

Þar með dóu samræðurnar.

Þetta var semsagt samtal við mann í vinnunni sem átti að kenna mér inná starfið í dag (vinn vinnu þar sem ég er alltaf að breyta um starfsumhverfi).
Eftir þessa mínútutilraun til að standa í chitt-chatti við fröken indí var ekki lagt í mikið meira en hið allra nauðsynlegasta. -Enda ekki hægt að ræða við mig um neitt sem máli skiptir.
---
og heyrði ég þetta fjórum sinnum:
"so you´re from ICE-land. It must be really cold there..innit?"
---
Svo voru líka þessar samræður:
"you speak with an accent, where are you from?"
-"iceland"
"ireland?"
-"no, iceland"
"ireland? scotland?
-"no no no, iceland, ICE-land!"
"Sorry? What? Where is that?"
!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home