-(..)-

Þessi bloggsíða er mjög líkleg til að hækka greindarvísitölu þína

miðvikudagur, júní 22, 2005

Stolt heillar þjoðar a utsölu

Ég var að vafra um á vefnum um daginn þegar ég rakst á 2 mánaða gamla grein á vísi-punkti-is um væntanlegt álver á norðurlandi. Ég hafði ekkert verið að fylgjast með fréttum á Íslandi í lengri tíma og mér brá við að lesa þetta. Mig grunaði nú að þetta væri í vændum en svona snögglega eftir Kárahnjúka átti ég nú ekki von á. Ég skil bara ekki að íslenska þjóðin ætli að láta þetta yfir sig ganga.
Við eigum mikil verðmæti og risastórar erlendar orkufrekar ál-samsteypur bíða eftir að komast að þessu hlaðborði sem Ísland er til að gjörnýta það sem við erum tilbúin að láta fyrir lítið sem ekkert. Hvar er sjálfsvirðingin?

Allavega, þar sem ég er einstaklega snör í snúningum svaraði ég þessari eldgömlu grein með "bréfi til Valgerðar"
Þetta skrifaði ég:

"Hros til Valgerdar

Mig langadi nu ad hrosa idnadarmalaradherra, Valgerdi Sverrisdottur, fyrir vasklegan framgang og framkvaemdagledi vid ad skipuleggja framtid vorrar fosturjardar.
Thad er thaegileg tilhugsun ad vita af thvi ad storar erlendar samsteypur seu ad safnast saman i langa rod til ad nyta ser allt thad besta sem landid hefur upp a ad bjoda.
-Miklar orkuaudlindir sem bida eftir ad verda beisladar (timi er peningar!) og stor, aud landsvaedi sem enginn er hvort ed er ad nota, svo ekki se minnst a oll budarstorfin sem skapast vid ad thjonusta odyrt vinnuaflid sem mun bitast um alversstorfin. -Thad er svo god tilfinning ad vera vinsaell og eftirsottur.
Thad sem er lika svo gott vid orkufreka storidju er thetta nyja landslag sem thad myndar. A nokkurra ara fresti baetist vid glaenytt stoduvatn thar sem adur voru bara dalir. Hverjum finnst ekki stoduvotn flott? Og erum vid ekki buin ad sja Gullfoss einum of oft?

Alver eru nefnilega ekkert svo vond fyrir umhverfid svo framarlega sem madur etur ekki grasid i akvednum radius fra thvi. Og ef vid eigum innistaedu fyrir meiri mengun i Kyoto sattmalanum verdum vid natturulega ad nyta hana til fulls.
Eg oska thvi heppna byggdarlagi sem hlytur alvershnossid til hamingju, fyrirfram, thvi ekki bara thad ad thad gaeti skilad aurum i kassan heldur mundi ibudarverd haekka svo loksins hafi folk efni a ad selja svo thad geti drifid sig i borgina.
Turistar munu lika verda yfir sig hrifnir og alver mun tha vera enn ein rosin i hnappagatid hja Nordlendingum, a eftir hvalaskodun og heimsokn i Kantrybae.
Ja aeska landsins a bjarta framtid,
-og ef theim thykir landid ordid of sundurgrafid og spillt og golfstraumurinn buinn ad beygja fra Islandi vegna grodurhusaahrifanna tha eru natturulega flugfargjold ordin svo odyr."

3 Comments:

At 2:42 e.h., Blogger Bella Blogg said...

Gott blogg !!!! á að drífa sig á klakann?

 
At 10:47 e.h., Blogger -(..)- said...

Já þetta með þessar virkjanir og álversframkvæmdir, ég er enn ekki að skilja að þetta er virkilega að gerast fyrir framan augun á manni. spurning hvort maður hegðar sér eins og restin af þjóðinni og "bíði og sjá hvað gerist" eða hvort maður geri eitthvað í því.
Annars samgleðst ég þér bjarki með útskriftina og samhryggist með vinnunni. Ég held að það sé búið að gera allt sér til dundur sem mögulega hægt er að finna uppá á þeim stað. (eldbolti, ti-stangakast, tvöfaldur pungur, skilja eftir far í loftflísarnar, faldar rækjur, grafít í nærur, verjur í loftpóst, vatnsfata úr 12metra hæð, svikul talíbanasamtök, vélritunaræfingar, ýktar kranasveiflur, álskúlptúrar..og svona mætti lengi telja)

 
At 10:54 e.h., Blogger -(..)- said...

og jú, ég mæti á svæðið í júl og stoppa í sextján daga. og ég ætla að borða grillmat, pulsur með öllu, og kjöt og kjöt. hlakkar svo mikið til að koma og finnst eins og ég sé búin að vera rosa lengi í burtu. 5-6mán síðan síðasta heimsókn. hérna er Kringlan ennþá á sínum stað?

 

Skrifa ummæli

<< Home