-(..)-

Þessi bloggsíða er mjög líkleg til að hækka greindarvísitölu þína

mánudagur, júlí 18, 2005

ferðalög og slíkir gerningar

Á mánudagskvöldi eftir góða helgi virðist heilabúið ekki vera komið lag, enn er nokkuð eftir í skýra hugsun og samhæfðar hreyfingar og einbeitingarskortur virðist hrjá mig. Þar er m.a. um að kenna að bróðir æfir sig á gítar í næsta herbergi og í 500metra fjarlægð er einhver naglinn að blasta subwúferinn svo svakalega að ég er farin að halda að ég sé að missa af útitónleikum snoop í ghettói Íslands, efra Breiðholti.

Annars fór ég út á landsbyggðina á föstudaginn í leit að fjöri með nokkrum vinum. Endaði í 4 klst fjarlægð frá höfuðborginni, drekkandi romm og étandi sel, hval, grásleppu og skötustöppu. Ég svaf af mér heila dorgveiðikeppni og missti einhvern veginn af bátsferð, brennu og sveitaballi. Á sama stað voru nefnilega 3 góðir heitir pottar fyrir almenning og opið allan sólarhringinn. Og þar safnaði ég sundfitum.
Ég var sem sagt á Bryggjuhátíð á Drangsnesi til að vera viðstödd opnun listsýningar Ellu vinkonu. Þrátt fyrir rigningarskúra var þetta nú allt alveg ágætt, uh.. þ.e.a.s. hátíðin.. og sýningin líka fín..
Allavega, sundfitin komu svo að góðum notum í dag en ég og systir tókum Fannar litla og annan jafngamlan og skelltum okkur í sund.
Það er ferlega fyndið að passa uppá tvö tveggja ára kríli í sundi og ég þurfti svo mikið að einbeita mér í búningsklefanum að gera börnin klár að það munaði engu að ég gleymdi að ég þyrfti líka sundföt og sturtu.
Búið.

1 Comments:

At 11:01 f.h., Blogger Bella Blogg said...

hey !! bannað að hafa svona langt á milli blogga ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home