umkringd vanvitum 40 klst vikunnar
Gærdagurinn var merkilegur dagur.
Eftir margra vikna uppsafnaða gremju út í vinnustaðinn minn gerði ég loksins eitthvað í málunum.
Þannig er mál með vexti að venjulega er ég að leysa af í hinum og þessum fyrirtækjum, oftast í eina til tvær vikur í senn, en á þessum vinnustað, lögfræðingastofu í fjármálahelvíti Lundúnarborgar er ég búin að stoppa síðan í desember. Ýmislegt hefur farið í taugarnar á mér en ég hef ekki nennt að tjá mig um það þar sem ég hélt ég væri hvort eð er að fara á nýjan stað fljótlega.
Flestir af þeim sem unnu í minni deild voru algjör úrhrök samfélagsins. Með heilastarfsemi á við amöbur(!) og athyglis-svið á við gullfiska sem þýddi að umræðurnar urðu oft kostulegar. Þeir höfðu einstaklega slappan orðaforða og það að reyna að vera kaldhæðinn þegar maður leiðrétti augljósar staðreyndavillur þeirra þýddi ekki, þar sem það tók þá nokkrar mínútur að fatta djókið. (einn gaurinn talaði t.d. um að "hárin" á kjúklingum KFC væru varla til staðar...ehemm.., ég leiðrétti hann þrisvar og hann endurtók; "já engin hár maður, oj!")
![](http://photos1.blogger.com/blogger/5037/1177/200/_38077683_rio_beck_afp_200.0.jpg)
Svo þurftu þeir "náttúrulega" að öskra í sífellu nöfn liðanna sinna og leikmanna. Ég get ekki ímyndað mér neitt heimskulegra. Einhverju sinni þegar þessi skurðgoðadýrkun gekk gjörsamlega fram af mér öskraði ég: " VANISTELROYYYY, Ú-Ú-Ú- A-A-A" og lét fylgja górilluhljóð um leið og ég klóraði mér í handarkrikunum. Þeir fóru pínu hjá sér.
Þó þeir hafi kannski ekki verið svo slæmir hver í sínu lagi magnaðist heimskan og vitleysan upp þegar þeir komu saman.
![](http://photos1.blogger.com/blogger/5037/1177/200/lskddjfjf.jpg)
Hin stelpan sem vann með mér, lágvaxinn og íturvaxinn snót, svört með brúna hárkollu varð endalaust fyrir barðinu á sveittum lúkum þeirra (körlum af ÖLLUM aldri, giftum sem ógiftum). Klíp í mitti og rass og óvænt faðmlög sem hún skammaði þá fyrir með því að þykjast lemja þá.
Einn gaurinn reyndi reglulega að vera æðislega sniðugur við mig og var alltaf að pota í handlegginn á mér eða háls eða eyra..."fokking láttu mig í friði helvítis smábarnið þitt" sagði ég.
Þetta allt saman var bara eitthvað svo innilega pathetic.
Ég er ekkert búin að skrifa hvernig var að vinna með þessum kvikindum en ég hef ekki kynnst annarri eins húðleti og vinnuflótta eins og þar. Sömu einstaklingar komust alltaf undan vinnu og voru snillingar í að fela sig sem þýddi að hinir samviskusömu þurftu að gera helmingi meira.
Í gær fór ég á fund við yfirmann minn og taldi upp flest það sem fór í taugarnar á mér og sagðist ætla að hætta strax, ég kærði mig ekki um að vinna á svona stað. Honum brá, sagðist ekki hafa hugmynd um að ástandið væri svona slæmt og baðst afsökunar, samsinnti mér og endurtók í sífellu "þetta er algjörlega óviðunandi" þegar ég útlisti hegðun vinnufélaganna. Ég nafngreindi engan í þessum upptalningum. Ég var búin á því, sprungin, meikaði ekki klukkutíma í viðbót af þessu kjaftæði.
Ég tæmdi skápinn minn, sagði ekki bless við neinn og tók strætó heim. Ég fer aldrei þangað aftur.
11 Comments:
"VANISTELROYYYY, Ú-Ú-Ú- A-A-A" og lét fylgja górilluhljóð um leið og ég klóraði mér í handarkrikunum."
Indíana ég VÆLDI úr hlátri :)
En já hætt segirðu, eins og hvað það er slæmt að missa vinnu þá kalla ég þetta EKKI missi. umsóknir fyrir hinn aulastaðinn þinn Isal eru til 1. mars getur sótt um á alcan.is
Annars verður þú ekki lengi að finna annað Jobb, allt betra en þetta!
SVALIR GAURAR VÁ!
mér finnst það.
já, gísli, gríðarsvalir tappar. ég er ekki búin að missa vinnuna, ég verð bara aldrei send á þennan stað framar.
Annars er ég svona að spekúlera hvort Alcan sé einhverju betra; úber-gelaðir, þroskaheftir fótboltahausar með 10 fingur upp til guðs um að sumarstarfsmennirnir verði heitar kynbombur... hljómar kunnuglega?
hahahhahaha... einmitt, er það betra???
Svo geta sumarstarfsmennirnir ekkert verið heitar kynbombur, það er reynt að ráða bara stelpur og gamanið farið :)
gott hjá þér..... u go girlfreind!
kveðjru frá köben.h
girlfriend átti þetta að vera... svei mér , æsingurinn á ásláttinn á lyklaborðið er stundum einum of.... kannksi haldin einhverri bældri pressu um að getað slegið 200 slög á mínútu eða eh þannig.... gæti sam taldrei unnið sem ritari....h
Hehe!! Þú ert svo mikil skutla elskan mín!! Gott hjá þér að láta þá heyra það!! Creep up the good work hehe!!
hehe Góður !!!
(en sem fótboltaáhugamanneskja, hvaða atvik heldurðu að þeir hafi verið að ræða um..nei bara smá pæling)
hahaha
já olga, sannkallaðir vanvitlingar. fyndnir í smáskömmtum en afskaplega þreytandi til lengdar.. ég óska þeim gleðilegs gels og hamingjusams nýs grills.
Takk fyrir jólakortið elskan, vorum að opna það núna bara um daginn, flæktist eitthvað í flutningum. Skemmtilegt og gefandi. þú ert nú soddann snillingur.
Skrifa ummæli
<< Home