-(..)-

Þessi bloggsíða er mjög líkleg til að hækka greindarvísitölu þína

sunnudagur, febrúar 19, 2006

oprah syngur europopp á sunnudegi



Ég elska sunnudaga.

Sérstaklega ef ég heng inni við og er ein heima. Þá getur maður gert allt nákvæmlega eftir eigin hentisemi.

Í morgun áður en ég fór á lappir dreif ég mig í að klára bók svo ég gæti hafist handa á þeirri næstu, en í jóla og afmælisgjöf hlotnuðust mér um 10 bækur sem bíða misþolinmóðar eftir lesningu. Ég skellti mér í freyðibað og byrjaði á einni sem hefur meðmæla-tilvitnun frá Opruh Winfrey á kápunni. Það er EINI textinn á bakhliðinni. Ég hef mínar efasemdir. Sú staðreynd að bók sem sjónvarps-ofur-stjarna mælir með finnst mér ekki sérlega góður stimpill á lesefni. Bókin var nú samt gefin af einlægni og því mun ég lesa hana samviskusamlega.

Ég borðaði góðan morgunmat, drakk kaffi með nýmjólk og hraðspólaði yfir júróvisjónkeppnina á rúv.is og hlustaði sperrt á brot af öllu. Ég beið þar spennt eftir að tökuvélin myndi klessa á einhvern óheppinn þátttakandann á þessu stimamjúka flugi sínu yfir sviðinu. Það gerðist þó ekki í þeim bútum sem ég sá.

Sum atriðin neyddu mig til að flissa upphátt og ég skildi ekki raunveruleikann sem sumir höfundar og flytjendur bjuggu í, því mér fannst ekkert vera í takt við eigið gæðamat, þá á ég ekki við að lögin hentuðu ekki mínum smekk, heldur því sem ég myndi telja að þyki gæði fyrir júróvisjónhæfa popptónlist árið 2006.

-Semsagt hálf gamaldags. Sennilega er keppnin alltaf gamaldags, en mörg lögin hefðu alveg eins getað tekið þátt í forkeppni árið ´93.


En eftir að hafa velkst í dágóða stund yfir áðurnefndum raunveruleika fór ég að ímynda mér hvernig ég hefði staðið mig ef ég væri þátttakandi í keppninni. Ég hefði sennilega verið að sleikja klesst kornflex úr eigin tönnum við morgunverðarborðið þegar ég myndi rekast á auglýsingu í Fréttablaðinu um að síðasti dagur til að skila inn tillögu væri eftir viku. Þá tæki við 5 og 1/2 dagur af hugleiðingum um hvort ég ætti að taka þátt og hvers lags áhrif það hefði á ferilinn og ímyndina. Þá væri eftir 1 og 1/2 dagur í lagasmíð og demoútsetningu.

Þá myndi ég endurtaka í sífellu: "ok, eurovision-eurovisjon, eitthvað svona júróvisjónlegt" meðan ég smellti fingrunum og baulaði nýbullaða laglínu sem ég taldi að obbinn af gemsaeigendum (kjósendum) gætu látið blekkjast af. 20 kaffibollum síðar og klukkutíma fyrir deadline myndi ég taka upp afraksturs-hroðann og senda inn og vonast til að komast áfram svo ég hefði tækifæri á að lappa uppá fyrstu tilraun fyrir næsta skref.

Staðreyndin er semsagt sú, að ég, Indíana, myndi SÖKKA í eurovision keppninni og hef því ekki efni á að gera grín að því sem slappt er.



--GÍSLI MARTEINN ER ALLTAF HRESS.
yfir og út.

10 Comments:

At 3:23 f.h., Blogger Gísli said...

Þú ert svo sæt Indíana, en því miður bara það.

Ég myndi vinna Evróvisjón.

 
At 9:42 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

híhíhí... Indíana í Evrívisjón, líst vel á það. Þú talar hér um morgunmat, ó guð hvað mig langar núna í þinn morgunmat!

 
At 10:26 f.h., Blogger -(..)- said...

systkini min eru best.

gisli, eg er lika mjog haefileikarik, hversu marga thekkirdu sem geta hreyft eyrun um leid og their BYLGJA magann? Hmm?

-Systkini, hvad segid thid um jurovisjon samstarf?

 
At 2:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ég er game... en bara ef að ég má koma fram á bikiní með tonn af brúnkukremi... get meira að segja borið það á mig sjálf, Indíana það veist þú manna best... hehehehe.

Bakmakarinn er drasl og ég eyddi fokking 8 pundum í þetta drasl:)

 
At 3:10 e.h., Blogger -(..)- said...

bak-makari AHAHAHAHAHAH!!! gott nafn! Eg minnist a tha sogu i sunnudagsmatarbodum eftir 40 ar! Ef frasogubann thess hlutar hefur tha fyrnst...hmmm?

 
At 4:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

nóbb.. engin fyrning þar á. Sagan hefur einkaréttsfrásagnastimpil á sér og ég á höfundaréttinn;)

 
At 12:02 f.h., Blogger Kata said...

Ætlið þið með þeirri sögu að slá út söguna : "man alltaf þegar hún Gunna sagði...og hvað borðar þetta fólk á jólunum ? " veit ekki hvort bakmakara sagan slær svona snilld út ;)

 
At 9:59 f.h., Blogger Gísli said...

Indíana ég get líka gert það.

Þ.e.a.s. bylgja magann og blakað eyrunum um leið.

 
At 9:59 f.h., Blogger Gísli said...

Indíana ég get líka gert það.

Þ.e.a.s. bylgja magann og blakað eyrunum um leið.

 
At 5:55 e.h., Blogger -(..)- said...

tho thu leggir aherslu a thad med ad skrifa thad tvisvar gerir thad thetta ekkert truverdugra gisli minn... thu kemst ekki med haelana thar sem eg hef taernar... eda ja...ehe..

saga framtidarmatarbodanna:
"eg man nu tha tid ad thad thotti flott ad vera nogu djofulli kaffibrunn, samanber bla bla bla" -thid fyllid inn i eydurnar.

 

Skrifa ummæli

<< Home