-(..)-

Þessi bloggsíða er mjög líkleg til að hækka greindarvísitölu þína

sunnudagur, júlí 24, 2005

sirkús papa lazarou


Það kom ekkert annað til greina en að heimsækja gamlan uppáhaldsskemmtistað svona síðasta laugardagskvöldið í höfuðborg Íslands.

Eftir að hafa hitað upp heima hjá Ellu fyrr um kvöldið með bjórdrykkju, matargúffi og orðræðu um ástina og lífið drifum við okkur á miðnæturopnun Hildigunnar afmælisbarns sem var haldin á Nýló. Þar hittum við nokkra fyrrverandi skólafélaga sem voru líka í góðu skapi og allir voru sammála um að leiðin lægi á Sirkus.

Ég og Ella reyndum að mæta snemma á staðinn (að íslenskum hætti) eða um 2:30 og þurftum að bíða ekkert svo langri röð. Við fylgdumst með nokkrum gefast upp á biðinni fyrir framan okkur svo enn styttist röðin. Ég var í góðu skapi og einstaklega góðu jafnvægi svo þolinmæðin skein af mér þrátt fyrir hversu hægt þetta gekk nú allt fyrir sig.

Svo kom eitthvað lið sem fannst það "vera eitthvað" og fór að troða sér fremst í röðina þangað til fremsti hlutinn af henni, sem er jafnan kallaður V.I.P.röðin var orðinn fjölmennari en hópurinn sem hafði beðið endalaust lengi.

Þetta fólk sem "voru einhverjir" var bara svona lið sem hefur einu sinni fengið mynd af sér í Grapevine eða Orðlaus og eru kannski "áberandi" á laugarveginum (sem er náttúrulega rosa eftirsóknarvert). Einhver hefur kannski verið kenndur við hljómsveit eða myndlist einhvern tímann á ferlinum sem gerir viðkomandi merkilegri en hina sem bíða í röðinni. Dyravörðurinn þenur brjóstkassann, sýnir hver ræður og hleypir þeim sem eru nógu merkilegir fyrir V.I.P. röðina inn fyrir.

Svo hefur það einhvern tímann spurst út að fræga fólkið tjékki á barnum í leit að einhverju semi-orginal þannig að til viðbótar sækja hann 2 metra há íslensk súpermódel sem gera sig breið inni á staðnum og lifa í voninni að verða uppgötvuð af forríkum hollywoodstjörnum.

Þegar inn er komið sér maður kunnugleg andlit, allir að reyna við alla og flestir búnir að vera með flestum. Það er brjálað greddu-kemistrí í loftinu og það virðist vera algerlega tilviljanakennt hver endar með hverjum.

Ofurdrukknar píur með druslulegar hárgreiðslur dansa eins og flóðhestar á ponsulitla dansgólfinu og allir lagerbjórar á svæðinu sullast upp úr glösum. Hönnunargengið mætir í sínu yfirborðslega glamúrkasti og hjalar einungis við fólk sem hefur líka tekið réttar tískuákvarðanir, haldandi að þeir eigi svæðið.
Einhver ælir í horninu, einhver sniffar kók á klóinu og einhver heldur að það að sýnast vita ýmislegt um Shopenhauer við fyrstu kynni muni virka eins og segull á hitt kynið.

Íslensku smástirnin spegla sig í hvoru öðru og hrósa fyrir geðveikar peysur ásamt því að eiga í áköfum samræðum um sjálfan sig við nálæga einstaklinga.

Og þarna inni var ég, að reyna að beina huganum að öðru en akkúrat því sem var að gerast í kringum mig.
Þrátt fyrir hversu viðbjóðslega úrkynjað og ógeðslegt þetta var allt saman skemmti ég mér nú ágætlega enda óþarfi að sóa tímanum í hatur og pirring..ehe..

3 Comments:

At 4:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

já úff mar.. betra vera ligegladur segi ég nú.... er sjálf á leið á klakan í lok vikunnar og hlakka bara til... vona það verði samt sól og hiti svo ég geti flatmagað í hljómskálagarði með mína freyðivín og jarðarber...... verð til 2. ág ef þú ert ekki farin hafðu þá endilega samband,,,, segjum í gegnum helenu fögru bara..... ást, halldóran

 
At 7:52 e.h., Blogger -(..)- said...

Hvað er þetta með þig og freyðivín og jarðaber, þú ert nú meiri prinsessan. Annars yfirgef ég eyjuna í fyrramálið.. en ég óska þér góðs veðurs. Ég er allavega búin að vera heppin með sólina.
En af hverju kemurðu um verslunarmannahelgi þegar allir eru geðveikir? Á að fara á fimm daga fyllerý?

 
At 12:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hhhmm fimm daga fillerý, tíu daga fillerý...... er einhver munur..... hér í köben eru allir dagar í sumarfríi og bjórinn lekur létt niður kverkarnar..... neinei en ég hugsa ég verði nú bara full í tvo daga.... vinkona mín er að bjóða mér með sér en hún fékk boðsmiða og ætlar að kíkja á eitt brúðkaup...... en já ég er alger prinsessa... vissirú það ekki!!! ;) góðar ferðir og góðar stundir...... h

 

Skrifa ummæli

<< Home