-(..)-

Þessi bloggsíða er mjög líkleg til að hækka greindarvísitölu þína

miðvikudagur, júlí 27, 2005

innipukinn i london

Held uppi á Innipúkann í dag þar sem grámyglan og rigningin eru ekki beinlínis hvetjandi fyrir útiveru. Held semsagt uppá hann með að hangsa inni við og hlusta á tilraunakennda raftónlist live (einkatónleikar) úr hinum enda stofunnar. Sem stundum er gaman og stundum morðhvetjandi.

Annars gekk ferðalagið til London eitthvað svo vel og þrátt fyrir að hafa haft minna en klukkutíma til stefnu á Keflavíkurflugvelli og það að ég þurfti að bíða í ógeðslega langri röð og ekki að borga fyrir yfirvigtina mína, var akkúrat verið að kalla inn í vélina þegar ég fékk farseðlana afhenta. Sem er gott. Sem þýddi líka að ég þurfti bara að labba rösklega beint útí vél, slapp við allar biðraðir og hangs. Og þrátt fyrir að lenda með 20 skátum í sætunum í kringum mig sem töluðu hátt með hrikalegum suður-bandarískum hreim sváfu þeir alla leiðina svo ekki heyrðist múkk frá þeim. Sem er gott. Svo gekk lestin heim án sprengjutilræða og ég þurfti ekki að bíða neitt eftir strætóinum mínum. Frekar óeðlilega lukkulegt.

Í kvöldmat borðaði ég um 200 grömm af glænýjum 10 kílóum af íslenskum þorski sem pabbi sendi mig með og má búast við stórauknum gáfum (þurfti ekki á meira að halda!) eftir að þau kíló hafa verið innbyrt.

Ég á svo góða að sem aumkuna sér reglulega yfir mann og gauka að manni styrkjum í ýmsum formum.
Það er eitthvað svo fyndið að hugsa til þess að ég hafi keypt íbúð þegar ég var átján ára og þá meikaði ég varla að þiggja þúsund kall frá neinum vegna þess að ég var sko fullorðin en aftur á móti núna er ég 25 ára gömul og á EKKERT nema mínusfjármagn og hætt að segja nei takk og verða vandræðaleg ef ma og pa rétta manni 5000 kall.
þetta gerir þroskinn manni...
djók.

og ég er að mygla hérna inni. ætla út í göngutúr
bleee

3 Comments:

At 12:32 f.h., Blogger Kata said...

Hæ elsku stelpan mín
Gott að lesa að allt gekk vel hjá þér. Við pabbi þinn erum að fara í hlíðina á morgun. Búið að vera frábært veður hér, en spáir rigningu um helgina. Setjum bara plast inn í þjóðhátíðartjaldið,svo allir verði þurrir :)og borðum lunda á laugard.
Þjóðhátiðarkveðjur til þín og Alex
mamma
p.s. borðaðu nú vel af þorskinum ;)

 
At 12:38 f.h., Blogger Kata said...

Gleymdi að segja þér, að það eru kommnar nýjar myndir inn hjá Fannari Mána.
http://www.barnaland.is/barn/10919/

 
At 9:42 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ mikið er gott að þú fékkst þennan fisk segi ég nú bara;0) en gott að þú ert komin heil heim! Það var rosa gaman á Þjóðhátíð, þó þú trúir því kanski ekki hehe! En rosalega varstu heppin að það heyrðist ekki í þessum með bandaríska hreiminn!!! :Þ Bæ í bili!!

 

Skrifa ummæli

<< Home