laugardagur, apríl 29, 2006
laugardagur, apríl 22, 2006
ágætu vinir og fjölskylda
Nú er ég komin til landsins til að vinna að sýningu sem ég set upp í gallerýi í Keflavík. Gallerýið sýnir svona nýmóðins listir, svona myndlist sem pabbi hristir hausinn yfir.
Ég fæ að gista eins og ég vil í íbúðinni fyrir ofan gallerýið og þar eyði ég nokkrum dögum í að leggja lokahönd á verkin. Ef einhver er móðgaður yfir að hafa hvorki verið heimsóttur né fengið símtal þá lýsi ég hér með yfir að slík samskipti eru í pásu þar til sýningin opnar, en ég stoppa á landinu til 24.maí og því nægur tími til kökuboða.
Ég er semsagt í húsi staðsett við Hafnargötuna í Keflavík (aðalgatan sko) og get ekki annað en flissað yfir liðinu á rúntinum. Þrátt fyrir glatað veður krúsa menn fram og til baka með mússígina í botni við opinn glugga og gefa í á 10metra kafla svona við og við.
Ekki koma með komment á Vestmannaeyjarúntinn. Hlífið mér.
Ég mun bjóða ykkur formlega á opnunina hér á síðunni en þangað til verðið þið að láta dags.upplýsingar nægja. OPNUN 29. APRÍL, Á LAUGARDEGI.
ég læt fylgja með mynd af uppáhaldsmanneskjunni minni:
![](http://photos1.blogger.com/blogger/5037/1177/320/IMG_1613.jpg)