-(..)-

Þessi bloggsíða er mjög líkleg til að hækka greindarvísitölu þína

laugardagur, september 17, 2005

Hvaða klukkibull er þetta


Jæja, það er búið að klukka mann. Í þessu klukki er ætlast til að maður skrifi ómerkilegar staðreyndir um sjálfan sig og þar sem mér líkt og mörgum öðrum finnst gaman að deila með heiminum hvað ég sé frábær ákvað ég gegn eigin félagslegu reglum að taka þátt í þessari vit-leysu.


1. Það eru ýmsar staðreyndir sem ég er núna fyrst á gamal aldri að komast til botns í. Þetta getur verið ýmisleg vitneskja eða jafnvel áratugagamall misskilningur að leiðréttast í hausnum á mér og eftir á tek ég eftir hvað ég er miklu ríkari manneskja eftir þessa uppljómun. Svo þegar ég verð vitni að því þegar einhver er á sama misskilningsstigi og ég var á hugsa ég um viðkomandi: "djöfull ertu eitthvað stjúpid".

2. Ekki er hræsnin minni þegar ég hætti að taka þátt í hinum og þessum "æðum" eða tískubulli og til þess að halda kúlinu (hvaða kúli spyrja margir sig kannski) verður maður náttúrulega að hætta áður en æðið verður of víðtækt. Þannig að ef einhver spyr mig hvort ég leysi þessar SUDOKU þrautir þá svara ég með fyrirlitningasvip: "Ert ekk að grínast, það er SVO APRÍL 2005!!", sem sagt, eitthvað sem er löngu BÚIÐ í hausnum á mér.

3. Ég held ég virki hálf þroskaheft þegar ég þarf að tjá mig í síma, þ.e.a.s. svona við fyrirtæki og svoleiðis. Eins og í vinnunni þegar ég svaraði fyrstu símtölunum stamaði ég einhverjum hálfkveðnum orðum útúr mér, þagði smá og sagði svo uuu....MAI-MAI-MAILROOM? Þegar ég átti í rauninni að svara hratt og lipurlega: "good morning, office services, indiana speaking, how can i help you".

4. Einhverra hluta vegna er ég komin með luralegasta göngulag sem ég veit um, allavega miðað við líkamsstærð. Ég þarf nebbla að labba svo mikið og hratt í vinnunni og það að taka nógu djöfulli stór skref hjálpar til við að komast yfir verkefni dagsins. Ef þið sjáið fyrir ykkur göngulag sýnt hratt á 15 ára ofvöxnum unglingspilt sem er tveir metrar á hæð og 60 kíló þá held ég að ég sé svipuð. Ég held ég verði bara ósjálfrátt fáranlega luraleg innan um allar þessar einkaritara-kvensniftir sem naglalakka sig í tíma og ótíma og borða sellerí. (svo kaupa þær endalaust mikið af blandi í poka til að bjóða hinum einkariturunum (fita keppinauta sína (það er mín kenning allavega (þær sjást aldrei éta sitt nammi sjálfar (hversu mörgum svigum er leyfilegt að troða inní eina setningu?))))).

5. Og síðast en ekki síst; í þessari bráðfróðlegu upptalningu á eigin ágætum er kominn tími á að minnast á að ég tek aldrei þátt í keðju bulli. -ehem... Allt slíkt stoppar á mér. Ég stóð mig samt ágætlega í þetta sinn (bara að því ég fékk að tala um sjálfa mig) og reyndi að vera ekki þessi félagsskítur sem ég alla jafna er.
amen.
ps. myndin er stolin

2 Comments:

At 9:39 f.h., Blogger thora gunnarsdottir said...

gott ad thu klukkadir ekki afram. thetta er nebblega a öllum bloggum nuna.

thora svergie

 
At 2:45 e.h., Blogger Bella Blogg said...

Mér finnst þú frábær, stundum þarf maður einfaldlega að elska eurovision, kaupa sér kínaskó og éta páskaegg þó það sé ógeðslega mikið NORM. Þetta er allt svo skemmtilegt svona í bland !

 

Skrifa ummæli

<< Home