-(..)-

Þessi bloggsíða er mjög líkleg til að hækka greindarvísitölu þína

miðvikudagur, september 14, 2005

hvað gerir folk eiginlega?

Ég er að fá áfall, er að átta mig á að ég er búin að búa í London í heilt ár, frá október. Hvað í andskotanum er ég búin að gera við heilt ár af lífi mínu, ég trúi ekki hvað tíminn líður hratt. Samt finnst mér eins og ég sé óharðnaður únglíngur, allavega ekki tuttugu og fimm ára! meira svona 16 ára.

Þegar maður vinnur fulla vinnu líður þetta svo hratt, maður vaknar eldsnemma og blótar öllum illum öflum fyrir að þurfa að vakna á svona óguðlegum tíma, hoppar í sturtu og dottar svo í strætó á leið í vinnu vegna þess að augun geta ekki haldist opin af sjálfu sér.

Svo gleymir maður sér þessa átta tíma í vinnu og þar að auki fer reyndar klukkutími í að slafra í sig nestinu sínu.

Svo er maður kominn heim, úrvinda, með tásæri og táfýlu og náttúrulega glorhungraður og allt of fáir vökutímar eftir af kvöldinu.

Þetta er svo endurtekið 5 sinnum í hverri viku og hverjum einasta degi svipar til þess fyrri.

Um helgar tæklar maður svo verkefni sem hafa safnast upp í gott samviskubit en þau snúa oftast um heimilistilþrif og almennt viðhald (þrífa ísskáp, klippa neglur, ryksuga bakvið eitthvað, versla fyrir vikuna o.s.frv.)

Þetta er svo glatað. Getur ekki bara einhver GEFIÐ mér pening? Annars sóa ég lífi mínu í vinnu!! Æi ég er í tilvistarkreppu, þetta getur ekki gengið svona.
Hvað gerir fólk eiginlega? Finnst flestum allt í lagi að húka í vinnu 40 klst af vikunni sinni?

9 Comments:

At 11:37 f.h., Blogger Bella Blogg said...

its called "survivor".
Láttu kallinn skemmta þér þegar þú kemur heim, til þess eru þeir og ekki búa um rúmið á morgnanna, þú ruglar því hvort eð er aftur um kvöldið.

 
At 2:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

tilvistarkreppukveðjur frá köben....h

 
At 10:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sendu bara bankanúmerið...
PEningar eru vandamál... heldur er það peningarleysið...kv. gilli

 
At 10:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

PEningar eru EKKI vandamálið..heldur er það peningaleysið,.,!!!kv. gilli

 
At 12:32 f.h., Blogger -(..)- said...

-berglind ég er sammála, ég er reyndar ekki týpan sem bý um rúmið nema svona rétt til hátíðarbrigða, það er eitt af fjölmörgum atriðum sem mistókust í uppeldinu hjá ma og pa.

og góður punktur með grévítans peningaleysið.. er að hugsa um að opna nýjan bankareikning til styrktar örvhentum, listhneigðum vesælingum eða svona styrktarsímalínu.. og kannski sjónvarpsþátt með.... dobbla gísla martein í þetta með mér, hann á svo greiðan aðgang að öllu litlu hjörtunum á íslandi. er það ekki annars?

gæti haft heilt blogg um gísla martein en líklega fengi ég samviskubit eftir á. aaaaa kitlar í lyklaborðsgómana af tilhugsun um hann aaaaa oooo... verð að skrifa smá... einhverra hluta vegna sé ég hann alltaf fyrir mér rauðeygðan og nánast froðufellandi af hress-leika, íklæddan jakkafötum að hristast af háværum gervihlátri af brandara sem er ekki búinn.

ahh, ég bara varð að láta þetta flakka.

 
At 1:50 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Svona stelpa, harkaðu af þér. Það þýðir ekkert annað en harka og vinna og þeir hæfustu lifa af.

Grafarættin

 
At 12:17 e.h., Blogger -(..)- said...

grafarættin?? harka af mér??

eru forfeður mínir gengnir aftur og senda mér skilaboð í gegnum raftæki?

eða er öll stórfjölskyldan eins og hún leggur sig búin að skrifa undir plagg um að hvetja indíönu litlu til dáða.

NEI NEI NEI ég vil ekki vinna, ég skal vinna fyrir salti í grautinn rétt til þess að hafa í mig og á en ekki fyrir gasgrilli og eggjasuðutæki.

ekki misskilja ég er ekki að væla, það að vinna er bara svo mikil tímasóun miðað við hvað maður fær lítið til baka. amk í þeirri vinnu sem ég er í í augnablikinu.

Þetta er ekki væll, þetta er meira svona "undrun" og ég er heldur ekkert að drepast úr sulti og volæði vegna aumingjaskaps heldur sé ég bara á eftir tímasóuninni.

 
At 5:24 e.h., Blogger Jóna Heiða said...

Vooooow. Eins og talað ur minum munni. Nema thad ad eg var ad hætta i minni vinnu. Hehehe...

 
At 11:57 e.h., Blogger -(..)- said...

vá jóna heiða!! velkomin á síðuna mína, skipalyftan R.I.P.

 

Skrifa ummæli

<< Home