-(..)-

Þessi bloggsíða er mjög líkleg til að hækka greindarvísitölu þína

mánudagur, september 12, 2005

ef ykkur leiðist

Langaði að benda fólki á snilld vísindavefs Háskóla Íslands. Á þeim vef skemmti ég mér gjarna konunglega og fyrir kemur að ég stappa niður löppunum af hlátri, ýmist af snilld spyrjenda eða fyndnum tilsvörum starfsfólks síðunnar.

Þar má finna svör við hinu ýmsu sem kann að vekja áhuga eins og til dæmis heimspekilegu spurningunni; "Hvenær er orðið svo mikið drasl í herbergi að maður er í rauninni að taka til þegar maður sparkar í hluti?"

Þar er líka skrifað um afkvæmi tófu og katta, stærð steypireyðurs og stærstu risaeðla borin saman og enn fremur er spurningunni um mengun álvers í samanburði við bíla svarað (mjög áhugavert, sjá undir "umhverfismál").

Þar er einnig skrifað um þágufallsýki Íslendinga og spurt hvort yfirvöldum standi virkilega á sama og velt er fyrir sér hornasummu einhyrninga og spáð hvort hægt sé að deyja úr leiðindum, til dæmis í dönskutíma.

Sem sagt, allt mjög fræðandi málefni... aahh.. þið verðið bara að kíkja sjálf!
þetta er slóðin: www.visindavefur.hi.is

3 Comments:

At 12:40 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það er svo gaman hvað þú hefur ekkert að gera...

 
At 10:30 f.h., Blogger -(..)- said...

kommon... ég er geðveikt bissý gella! um þessar mundir allavega.
Ég er núna að vinna á nýjum stað þar sem varla er tími til að pissa, kaffið er drukkið á hlaupum þ.e. þegar maður getur skroppið frá til að ná sér í (sjaldan), og stressið er svo mikið að fólk baðar út höndum og allir hringsnúast í kringum eigið skott og á meðan eru þúsund email og hundrað símhringingar ósvaraðar. Allir eru svo bissý og stressaðir og allt svo kaótískt að þetta verður allt hálfkjánalegt.
Ég fæ ekki borgað fyrir að vera stressuð!!

Ekki hef ég mikin tíma til að standa í bloggveseni um þessar mundir nema svona rétt fyrir vinnu áður en heilasellurnar grillast í æðinu.
En staðurinn sem ég vann á síðast húkti ég ein inní herbergi að leika mér á internetinu og beið eftir klukkunni til að fara heim!

semsagt, ég veit aldrei við hverju ég á að búast þegar ég byrja á nýjum stað.

okei dokei
adios amigos

 
At 11:45 f.h., Blogger Bella Blogg said...

Shitttt , tekur það ekki á að vera að skipta svona um staði... meiri hetjan !

 

Skrifa ummæli

<< Home