-(..)-

Þessi bloggsíða er mjög líkleg til að hækka greindarvísitölu þína

þriðjudagur, júní 26, 2007

Ég Ég Ég

Kæru fylgjendur,
veriði hjartanlega margblessuð og sæl.

Ég mun nú hægt og rólega taka upp bloggþráðinn eins og ekkert hafi í skorist (engin loforð þó). Hér um bil árs pása gerð að engu.
Það gengur ekki að blogga aftur í tímann enda hálf hjákátlegt að reyna halda söguatriðum í nákvæmri tímaröð fyrir mis spennta lesendur.

Ég á ennþá heima í London, ég er ennþá í skólanum. Ég elska að vera nemandi. Ég á sama kærastann, sama meðleigjandann, sömu vinina+nokkra nýja, ég er núna í sömu glötuðu sumarvinnunni, nota sama bakpokann og keyri sama gamla hjólið.
Semsagt, flest við það sama, nema einhvern veginn miklu betra.

Ég tók þátt í myndlistarsýningu um daginn með nokkrum vinum sem var nokkuð góð og næstkomandi föstudag flýg ég út til Krítar í stutta vinnustofudvöl sem mun enda með sýningu.

Ég hlakka mikið til ferðalagsins og tel niður mínúturnar þar til ég get gefið vinnustaðnum huglægt fokkjú-merki að kveðjugjöf.
Ég verð samt að viðurkenna að ég hef eytt örlítið meiri tíma i að hafa áhyggjur af því að þurfa að bera á mér glærhvíta leggina heldur en hvað ég ætla að sýna á sýningunni.

Ég sakna fjölskyldunnar óheyrilega mikið enda bráðum 7 mánuðir síðan ég sá þau síðast, það er langur tími fyrir unga konu.

ps. fyrir nokkrum vikum hélt ég á þessari litlu könguló: