-/-
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhHSU68j75uh4fOl21olj1EfxjUcDvtJt2vvXj4TjZeYWvi5sZCkAMTds8Qiww8NCxRIm7XBQ42Ab_-_jkvAUI0jAA2fLHVSFHITeeFvIXNU2hiMglTk7GhOQIEeRsijBU6h6Kt/s320/07+030.jpg)
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgEhnjHhO9csjzhElhGKoZFGyctRZUX5mUePBIoAlBe9bPaCrqqf_PNB15rTcYE5kAmNQ3gqv8KHjy63vtthaxqFoFWh8Zyf9oPEeK7RL7Le-msw3f8t_1afFKIOQEQ4YBdmQVi/s320/07+275.jpg)
Krítarferðalagið var frábærlega vel heppnað. Þessar tvær vikur í hitanum umbreyttu mér í jákvæðari og afslappaðri einstakling ásamt því að bakverkurinn sem ég hafði haft í tvær vikur fyrir brottför hvarf.
Við hópurinn gistum í húsnæði í eigu Listaháskólans í Aþenu sem í voru margar litlar íbúðir, stórt eldhús, stór sýningarsalur, nóg af úti-svæði og umlukið skógi með útsýni yfir hafið.
Hópurinn borðaði saman morgunmat (venjulega um hádegisbil) og svo aftur kvöldmat (oftast í kringum miðnætti) og allir unnu að eigin rannsóknum/hugðarefnum fyrir utan það. Gestalistamönnum og fræðimönnum var boðið í heimsókn til að halda fyrirlestra og fundi. Jú og svo fórum við náttúrulega oft á ströndina og í nokkur ferðalög að sjá sögulegar minjar og fallega bæi.
Sjálf vann ég að vídjói sem ég tók svo upp á ströndinni, tókst ágætlega, var frekar fyndið á margan hátt.
Það var svo vel að öllu staðið í þessari vinnustofudvöl, vel skipulagt og góð blanda af umræðum, samvinnu, eigin vinnu og leik. Eiginlega langaði mig varla að fara heim strax.
.
Alex fór í gærnótt til Serbíu í vinnustofudvöl og verður í burtu í heilar 3 vikur. Og ég er að reyna að festast ekki of mikið á internetinu svo ég geti byrjað að pæla í þessari ritgerð sem ég þarf að skila í haust.
En fólk, ég var ömurlega löt að taka myndir og svo keypti ég 6 póstkort + frímerki en sendi ekki eitt einasta, sorrý til þeirra sem töldu sig eiga póstkort skilið!
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEjX4a4nwgZyR7Jz-jcx34h94kDKIB5AjVUoZ1F1aA3PE7qpB5GrNPg0t_yWpa7pYFhPEH3p6in0F9GBngmAODUKBzM_eUvGznJ5w7FzjJfRMYGvnQ5QPHkZh428Rl_HJCAGVJ-w/s200/IMG_6097.jpg)
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEikQbRp40HwiUo9lXOHLtJfqSXF9_t8w7o0qL2karnsGRHBhuL0Et1Gq5K3KWPTC7ia0RA_EApsvIGtOw9SeYXSsfrU-uBH5eDCLyJ2N4EHIs1XQad79QZYdB7v0QHhx9QGmWoV/s200/IMG_6095.jpg)
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhfkA2o4zSHBBL6yToGKZnNcsRDL0fNgDh3jfnCR2FM70ZWl-zXj8joyot25vy3qJaxAbKkoBGVlMQbDnQLmtw61SRZywdrW-cEZZJsn0GZP6DurC1BxZgjkc9ySaM_yHfj6HhK/s200/IMG_6093.jpg)