-(..)-

Þessi bloggsíða er mjög líkleg til að hækka greindarvísitölu þína

miðvikudagur, janúar 18, 2006

MIÐVIKUDAGUR

Ahhh, ég er byrjuð aftur í vinnu eftir góða Íslandsdvöl.

Yndislega vinna. Þegar ég mætti í þangað í morgun fann ég drunga og leiða hellast yfir mig og gat ekki með nokkru móti leynt líðaninni í þau skipti sem ég var spurð á þennan sér breska yfirborðslega hátt "how are you" eða "you alright" þar sem venjan er að bíða EKKI eftir svari. Ég svaraði nú bara með semingi "nah, æm olræt" og starði í gólfdúkinn, yppti öxlum, myndaði spékopp bara öðru megin og reyndi að vera krútt.

Svo gerðist eitthvað eftir hádegi.

-Einn keyrði burðartrillu aftan á hásin sína og fékk meiddi.
-Annar fékk hausverkjakast og hélt hann væri lasinn.
-Náunginn á símanum sem á að vera svo kurteis og hress í viðmóti hafði áhyggjur af lasna barninu sínu sem var í rannsókn vegna hugsanlegrar heilahimnubólgu.
-Enn annar mætti haltrandi af margra daga magasting með andlitið grett í stíl, þungur á brún.
-Einhverjir fengu á baukinn fyrir leti og fóru í hljóða fýlu sem þó fór ekki framhjá neinum
-Nokkrir voru reiðir vegna ósanngirni þar sem þeir töldu sig gjalda fyrir leti annarra..

Vinnuálagið var óvenjumikið og mannskapurinn ekki í ástandi til að sinna því.
Já og síðast en ekki síst; stór hilla féll á skrifborð og slasaði næstum því tvo starfsmenn.

Þegar ég horfði yfir hópinn gat ég ekki annað en hugsað "miserable bunch". Greyin.

Er ég sá að þau voru komin á sama ömurleikaplan og ég, ef ekki neðar, fannst mér enginn ástæða til að vera súr lengur. Ég meira segja djókaði upphátt.

Gat það verið að mér leið betur með sjálfa mig þegar þau þjáðust? oj, hvurs lags manneskja er ég eiginlega? oj mér.

6 Comments:

At 2:07 e.h., Blogger thora gunnarsdottir said...

hehe, takmarkinu náð Indíana mín. Keep up the good work

 
At 1:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ha ha ég skil þig fullkomlega!! Mér líður alltaf vel þegar öðrum líður illa!! Neee djók.. hehe!! En gaman að sjá þig á heimaslóðum um daginn!! Luv ya!!

 
At 12:59 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

haha. Skemmtileg pæling hjá þér. Þetta er eins og þegar maður er súr í bragði, en áttar sig svo á því að það er fullt tungl. Þá einhvern veginn fattar maður þetta alltsaman og nennir ekki lengur að vera down.

-Vertu súr út í heiminn og þá MUN hann verða súr í kringum þig... heheh

Kær kveðja.
Gaui gamli venn úr Amigo pizzeria :)

 
At 8:13 e.h., Blogger -(..)- said...

gott að heyra frá góðu fólki.

Já, það er gott til þess að vita hversu mikið vald maður hefur þegar upp er staðið. Þessir súrsmituðu vesalingar hafa að öllu líkindum borið fýluna með sér heim og neytt hana uppá fjölskyldu og gæludýr sem seinna urðu gerendur í keðjuverkuninni. Á meðan ég valhoppaði heim til mín -fimilega og léttilega.

-Amigos maður! Hef ekki enn jafnað mig á lostinu þegar ég var neydd til að horfa upp á starfsmann setja einungis 4 pepperoni á 16" pitsu! Ég reyndi að malda í móinn er var auðbeygður 17 ára Únglingur og tapaði.

 
At 11:50 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

I also read your blog and found it extremely inquisitive!!! Hehe do not read my blog... you will find it extremely shocking!!

 
At 6:45 e.h., Blogger thora gunnarsdottir said...

yo átti ekki að koma sér í svaka bloggstemmingu??? vantar annas einhvern stað til að halla höfði eina til tvær nætur rétt eftir páska. áttiggi sóffa?

 

Skrifa ummæli

<< Home