-(..)-

Þessi bloggsíða er mjög líkleg til að hækka greindarvísitölu þína

sunnudagur, desember 09, 2007

hlaupandi hrúgald


Þessi fjandans ritgerð var búin að heltaka mig í mánuði og ég átti að skila henni fyrir kl. 17 síðasta föstudag. Klukkan 16:15 þann dag lullaðist síðasta blaðsíðan út úr prentaranum heima (í austur London) og þá þurfti ég að hlaupa og ná í leigubíl til að skutla mér (á háannatíma) á lestarstöð þar sem biðu mín 2 lestar til að koma mér á áfangastað. Aldrei þessu vant var engin seinkun á þeim og ég og alex hlupum alla leiðarbúta sem við gátum, tilbúin að hrinda frá gömlu fólki og óléttum konum. Ég er búin að eyða svo miklum tíma inni við að ég er orðin að vesaling (orðin óvön hreyfingu), var nánast ósofin, illilega flökurt af stressi og það munaði engu að ég myndi hrynja niður á leiðinni til þess eins að láta sópa mig upp með ruslinu. Með hlaupasting, hjartasting og liggur við æluna í kokinu hleyp ég inn í andyrið á skólanum; á SLAGINU FIMM, en skrifstofan var með dregið fyrir og skilti sem á stóð: CLOSED.
Ég ber hurðina í örvæntingu og hugsa um hvernig í fjandanum ég reddi mér úr þessu og þá kemur konan að innan og segir "Hva, það var ólæst!".
Ég bablaði eitthvað óskiljanlegt, rétti fram ritgerðina, kvittaði fyrir og fór í stúdíóið mitt til að ná andanum og hætta að titra.
Semsagt, ritgerðin komst í hús.
En díses, hvenær lærir maður að vera tímalega í hlutunum?
Ég held ég þurfi að dáleiða eða særa þessi ómyndugu, óskipulögðu vinnubrögð úr mér, einhverjar ábendingar?

Annars er annað dead-line framundan á fimmtudaginn sem var í bið vegna ritgerðarinnar og eftir það mun stressið snúast um að pæla í jólunum á ljóshraða og brottförinni til Íslands. Lendi á Íslandi á miðnætti mánudagsins 17.des.
Ps. er orðin að baugóttu, gráhærðu hrúgaldi.
Veriði góð við mig, gefið mér ávaxtasjeika og taliði hægt.

5 Comments:

At 3:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my site, it is about the CresceNet, I hope you enjoy. The address is http://www.provedorcrescenet.com . A hug.

 
At 12:16 f.h., Blogger -(..)- said...

A hug to you too mr. Cressenett, and thanks so much for the compliment. I fully agree with your tactic that we bloggers should do more of being friendly to each other. It doesn't have to be much, just greetings and some nice words that light up somebody's day. I am sure your blog is also very likable and I can sense from your writing that you are a warm person with an interesting personality.
Thousands hugs,
-(..)-

 
At 11:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Góðan daginn afmælisbarn.
er búin að vera að reyna að hringja í dag en fæ alltaf bara samand við voicemail.. blabla..

frekar pirrandi.

ég mundi sko eftir afmælinu þínu, kannski þú tékkir á þessu og sendir mér sms úr gemsanum þínum til að ég sé með rétta númerið..

allavega... INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!!! stórt og mikið faðmlag til þín elsku systa!

ástarkveðja
katrín eva uppáhaldið þitt!! ;)

 
At 6:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ bara allt í lægð hérna, vildi bara láta þig vita ef þú ert að plana ferð til Íslands í sumar þá væri gaman ef hún gæti dekkað 12.júlí við Hlynur giftum okkur þá og væri súper gaman að hafa ykkur á landinu :)

kv Ágústa

 
At 4:20 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my blog, it is about the Servidor, I hope you enjoy. The address is http://servidor-brasil.blogspot.com. A hug.

 

Skrifa ummæli

<< Home