-(..)-

Þessi bloggsíða er mjög líkleg til að hækka greindarvísitölu þína

miðvikudagur, ágúst 23, 2006

að laga til eða blogga..

eini sjénsinn til að halda áfram þessari vesalings bloggsíðu (sem hefur verið í dauðateygjunum með tilheyrandi hryglum síðustu mánuði..) er að setja sjálfri mér úrslitakosti.
BLOGGA EÐA... laga til/vaska upp/setja í þvottavél/fara að versla nauðsynjavörur, o.s.frv.
sem þýðir sennilega það að ef ég mun blogga með reglulegu millibili þá er ég líkast til skítug og svöng.

en málið er, án þess að maður sé að reyna að afsaka sig, það að of mikið er búið að vera gerast síðustu mánuði að maður veit ekki hvar maður á að byrja. á maður að uppfæra dagbókarfærslur mánuði aftur í tímann eða á maður að sleppa gamla stöffinu og skrifa frá núdeginum.

ég geri mér grein fyrir að ég nota orðið "maður" óþarflega oft.

ég ætlaði að sýna ykkur nokkrar myndir og þar með afgreiða fortíðina en þegar ég reyndi að uppfæra þær gafst vefskoðarinn alltaf upp. kannski næst, ok.

þetta er orðið ágætt. ég þarf að fara og hjálpa til með kvöldmatinn.

2 Comments:

At 3:21 f.h., Blogger thora gunnarsdottir said...

líst mér áða......loksins!!! var komin á fremsta með að senda út björgunarsveit

 
At 1:11 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vúhú ég vissi að ég ætti ekki að gefast upp á þér :o)

velkomin aftur

 

Skrifa ummæli

<< Home