Er blogg í lífinu?
![](http://photos1.blogger.com/blogger/5037/1177/320/IMG_2385.jpg)
![](http://photos1.blogger.com/blogger/5037/1177/320/IMG_2397.jpg)
![](http://photos1.blogger.com/blogger/5037/1177/320/IMG_2402.jpg)
Þetta tjáningarform er alveg að fara út í þúfur. Að skolast frá. Að koma í hundana. Að breytast í engu. Nix og núll bara. Mér líður bara eins og ég sé að vélrita bull í notendavænu html umhverfi.
Bull?
Sennilega er þetta allt að koma að. allavega líður mér steini léttara við þessa litlu tjáningu. Það er eins og þungu fargi hafi verið á mér lyft við þessa opinberun. Kannski er líf í blogginu eða blogg í lífinu. Við sjáum til.
Hér eru allavega nokkrar myndir frá síðustu helgi þegar ég heimsótti teindó í sveitið. Frábær helgi! Svo laufglatt og fallegt landslag og allt svo sætt eitthvað!
Ég er einnig að brjóta blað í sögu þessarar síðu en í fyrsta skipti má sjá framan í einhvurn á ljósmyndunum. Ég er orðin eitthvað svo persónuleg. Samt er ég bara ein hérna heima að pikka á lyklaborðið. Ég og tölvan. Báðar gráar en samt svo persónulegar og manneskjulegar.
Þetta er orðið ágætt. Verð að hætta á toppnum. Bless.
3 Comments:
graþíaþ þenjoríta! þömuleiðiþ!
já undurþamlegt þmetti. ég er einmitt á þvipinn einþ og ég vilji láta vorkenna mér..eða þé að þofna meðan ég kúka. en landþlagið er unþamlegt!
Ég á svo sæta systur, ..
wá...elska þig...þú ert yndislegur penni..og svo margt margt meira.. :O)
Skrifa ummæli
<< Home