-(..)-

Þessi bloggsíða er mjög líkleg til að hækka greindarvísitölu þína

mánudagur, nóvember 05, 2007

Frestunar-áráttan gamalkunna

Ég á að vera að vinna í lokaritgerðinni minni. Sem þarf að vera tilbúin eftir mánuð.
En þá þarf ég allt í einu að vinna að öllu öðru í einu, eins og t.d. að plana nýtt verk, smíða heimasíðu, taka heimilið í gegn, fara á söfn og sýningar, fyrirlestra og uppákomur.

Ég meira að segja taldi sjálfri mér trú um að ég gæti ekki byrjað að læra af krafti fyrr en ég fengi skrifborð (þrátt fyrir að mér finnst fínt að lesa uppí rúmi). Þannig að ég dreif í að smíða mér skrifborð svo ég gæti nú farið að læra. Það stóð svo ónotað í stúdíóinu mínu heima í tæpar tvær vikur, eða þar til í dag.

Þetta er þema hjá mér á þessu bloggi; að minnast á eigin leti og frestunaráráttu. "Litlu" systkini mín eiga þetta til líka, við erum svo skondin með þetta. Ætli þetta genatískt eða uppeldistengt?

Annars er frábært að vera aftur komin í skólann, ég var mjög heppin í stúdíóúthlutuninni og deili frekar stóru rými með tveimur góðum vinum mínum. Ég fékk mjög gott feed-back á verkið mitt sem ég sýndi á Interim sýningu skólans sem er sýning allra 2.árs nema í byrjun skólarárs.

Ég verð að drífa í heimasíðunni minni svo ég geti sýnt ykkur hvað ég hef verið að gera. Ég er að læra á Dreamweaver sjálf eftir þörfum sem gengur frekar hægt þar sem hæfni mín og það sem ég vill áorka er í litlu samræmi.

nenni ekki að skrifa meira en læt hins vegar fylgja með nokkrar myndir frá álversárunum:









5 Comments:

At 12:56 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

frábærar myndir.... en frestunaráráttan ... já svei , kannast eh við hana.... en gangi þér vel...

 
At 4:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Indíana,

var á vefrúnti og langaði að skilja eftir kveðju. Þú stendur þig vel og gaman að lesa um hvað þú ert gera.
Ég vissi ekki að þið systurnar hefðuð verið svona fáklæddar í álverinu....ha ha ha

Farðu vel með þig,
knús

Olga Björt, Agnes og krílið
(www.olgabjort.com)

 
At 5:14 e.h., Blogger -(..)- said...

Takk fyrir kveðjuna Halldóra!

og halló Olga! Ég tók eftir að þú varst með nýtt veffang og ég tjékkaði náttúrulega á því. Mikið finnst mér gaman að þú sért komin með opna síðu aftur, ég mun verða reglulegur lesandi hér eftir. Mér finnst læstar vefsíður svo fráhrindandi í allan stað (þótt auðvitað að í mörgum tilfellum eigi það við). Ég las bloggið þitt allt í einum rykk áðan og fattaði að allar fréttir sem ég hafði af þér frystust þegar síðan þín læstist. Þannig að ég hafði ekki hugmynd um að þú ættir von á öðru barni o.þ.h., en til hamingju með það, uh, barnið.. jú og bloggið náttúrulega líka. Heyrumst seinna í netheimum, mínar bestu kveðjur!

ps. sjáðu til, það var náttúrulega svo rosalega heitt í álverinu. ;)

 
At 6:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ :)
Takk fyrir og endilega kíktu sem oftast í heimsókn á síðuna.

Farðu vel með þig þarna í úglöndunum.

:*
Olga Bumba

 
At 3:12 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæl litla mín

ég vissi ekki að þú hefðir tekið upp pennann á ný og gleðst því mjög yfir dugnaði okkar beggja.

Frestunaráráttan er bölvun á fjölskyldu okkar og ég harma hana mikið, því bið ég þig um að gera mér þann greiða að fjölga þér ekki.. það væri of mikið á mannkynið lagt.

Mikið áttu samt gott safn úr álverinu, ætti kannski að lita mig aftur dökkhærða, þetta fór mér bara ágætlega.

 

Skrifa ummæli

<< Home